Keppni
Sigurður Már frá Strikinu sigraði nemakeppnina
Í gær var haldin nemakeppni milli matreiðslunema á veitingastöðum á Akureyri á sýningunni Matur-inn 2013 og þemað var “Eldað úr firðinum”. Grunnhráefnið var þorskhnakki, rófur, gulrætur, kartöflur, hvítkál, hnúðkál og bjór.
Það var Sigurður Már Harðarson frá Strikinu sem sigraði keppnina og að launum fékk hann skurðarbretti, hníf og gjafakörfu frá Kjarnafæði. Þar að auki fengu allir keppendur gistingu og jólahlaðborð fyrir tvo á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði.
Glæsileg keppni og upprennandi matreiðslumenn hér á ferð, en þeir sem kepptu voru:
- Sigurður Már Harðarson – Strikið
- Sara Þorgilsdóttir – Bautinn
- Arnar Ingi Magnússon – Greifinn
- Einar Gauti Helgason – Bautinn
- Hermann Guðmundsson – Hótel KEA
- Jónas Jóhannsson – Rub 23
Það var Klúbbur Matreiðslumeistara Norðurlands sem á allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á keppnunum sem haldnar voru á sýningunni Matur-inn 2013, en þær voru súpukeppni, Dömulegi eftirrétturinn og nemakeppnina.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata