Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Sigrún Ella frá Vestmannaeyjum útskrifast sem konditor

Birting:

þann

Konditor - Sigrún Ella Sigurðardóttir

Sigrún Ella Sigurðardóttir

Hinn 23. nóvember síðastliðinn þreyttu 14 nemar sveinspróf í konditori (kökugerð) við ZBC Ringsted í Danmörku. Meðal nemanna var íslensk stúlka að nafni Sigrún Ella frá Vestmannaeyjum. Veitingageirinn tók hana tali í tilefni af áfanganum.

Hver er konditorinn?

Sigrún Ella Sigurðardóttir, 28 ára búsett í Kópavogi. Fædd og uppalin í Vestmannaeyjum.

Konditor - Sigrún Ella Sigurðardóttir

Hvar lærðir þú?

Ég hóf námið mitt í Zealand Business Collage í ágúst 2013 í Danmörku. Tók þar grunninn í Konditora. Grunnnámið kláraðist um miðjan janúar og þá hófst leit af samning. Tæpu ári seinna fékk ég samning á Apótek kitchen bar og þar af leiðandi lengdist námið mitt. Ég skipti um samning og fór að vinna í Önnu konditori og er þar enn.

Hvað er námið langt?

Þetta nám er þrjú ár og sex mánuðir. Ég kláraði á tæpum 4,5 árum.

Konditor - Sigrún Ella Sigurðardóttir

Hvernig er námið uppbyggt?

Byrja þarf á því að taka grunndeildina í konditora sem eru 2x 10 vikur. Þetta er allt tekið á sama tíma en færð viku frí á milli þessara tíu vikna.

Þegar þú hefur fengið samning þá mætir þú aftur í skólann 4x í fjórar vikur í senn, tæplega hálfs árs fresti. Það fer samt allt eftir því hvernig samning yfirmaður þinn og skólinn gera í sameiningu.  Ef þú hefur þegar lokið bakaraiðn þá er þetta nám þannig séð bara viðbót við það og tekur það þá aðeins 1,5 ár að verða útskrifaður konditor. Þá hoppar þú beint inní 3. bekk.

Þegar kemur að sjálfu sveinsprófinu þá færðu tvær vikur sem fara í undirbúning fyrir sveinsprófið og að fínpússa ritgerðina sem þú skilar inn degi fyrir prófið. Inni í þeirri ritgerð eru allar uppskriftir, aðferðir, útreikningar og hvað hver hlutur myndi kosta með skatt, hráefniskosnaði, launakosnaði starfsmanna o.s.f.v.

Konditor - Sigrún Ella Sigurðardóttir

Útskriftarhópurinn

Hvað tóku margir prófið núna?

Í upphafi byrjuðum við 15 einstaklingar. En eftir fyrstu general-prufuna þá kom í ljós að ein var alls ekki tilbúin í þetta. Þannig við enduðum á að vera 14, þrír strákar og ellefu stelpur.

Hvaða verkefni þurftir þú að leysa á prófinu og hvað tók það langan tíma?

Verklega prófið eru sjö tímar og 45 mínútur og þurfti ég að baka eftirfarandi :

20 stk. Vínarbrauð; Bláberja-tópas sulta og sítrónuglassúr

15 stk. Fyllta konfektmola;  Tópas

10 stk. Dessert; Lakkrísbrownies með saltkarmellu-mousse, karmellu, hindberjum og karmelluhafra.

Þriggja hæða mousse köku; Kaffi-mjólkursúkkulaði-mousse með Karmellubotni. 70% dökkum súkkulaði ganach og karmellu-höfrum.

1 stk. Hrærð kaka með marsipan, rósum, skrift og kanti; Karmellu-súrurmjólkur kaka

1 stk. Kransakökutopp fyrir 10 manns

10 stk. Ráðhúspönnukökur með romm-vanillukremi og apríkósuglace; Þetta er svokölluð klassísk kaka. Þetta er það sem ég fékk í umslagi viku fyrir prófið frá dómurunum, en það eru 17 tegundir í þessum klassíska flokk.

Svo fékk ég karmellu sem átti að vera á þriggja hæða kökunni.

Þú færð umslag viku fyrir próf með þrem hlutum sem búið er að ákveða fyrir þig:

Auglýsingapláss

– Kransakaka: Toppur, vagga eða horn.

– Klassík: Það eru 17 tegundir í þessum flokk.

– Toppskreyting: Skreyting sem á að vera á 3 hæða kökunni þinn. Hægt er að fá karmellu, marsipan eða súkkulaði.

Ég kláraði prófið kl 14:34 (7 tímar og 34 mín) og þvílík hamingja sem fylgdi því.

Hver eru framtíðarplönin?

Framtíðarplönin eru enn ekki ráðin. Ég ætla að klára nema samninginn minn sem rennur út 31. desember. Ég hef fengið nokkur atvinnutilboð og ætla taka ákvörðun í janúar hvað ég geri.

Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem hafa styrkt mig; Sælkeradreifingu, Kaffitár, Nóa Síríus og síðast en ekki síðst Tóa Vídó fyrir þessa guðdómlegu mynd sem ég fékk að láni hjá honum til að hafa á borðinu mínu.

 

Myndir frá sveinsprófinu: úr einkasafni / Sigrún Ella Sigurðardóttir

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið