Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sigló Veitingar fá til sín öflugan liðsauka
Jimmy Wallster er nýr aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá Sigló Veitingum sem reka veitingastaðina Hannes Boy, Rauðku og Sunnu á Siglufirði.
Jimmy sem er 32 ára gamall er framreiðslumaður að mennt, en hann útskrifaðist úr Hótel og veitingaskólanum í Jakobsberg í Stokkhólmi. Jimmy og konan hans Sólrún Guðjónsdóttir fluttu á Siglufjörð í ágúst í fyrra, ásamt syni þeirra sem nýorðinn er 1 árs, en hann byrjaði í leikskóla í janúar s.l.. Jimmy er fæddur og uppalin í Stokkhólmi í Svíþjóð og Sólrún er frá Tálknafirði á Vestfjörðum.
Sólrún er komin úr barnseignarfríi og tekur þátt í rekstrinum hjá Sigló Veitingum.
”Við höfum verið gott teymi þar sem hún hefur unnið sem móttökustjóri og ég sem hótelstjóri. Síðasta starfið henar var í tekjustýringardeild Íslandshótela.”
Sagði Jimmy í samtali við veitingageirinn.is.
Jimmy starfaði sem yfirbryti á Tower Suites í Reykjavík áður en þau tóku þá ákvörðun að flytja norður.
„Það var mjög skemmtilegt starf og góð reynsla þar sem þetta var lúxus gisting og herbergin kostuðu 200.000 krónur fyrir nóttina.“
Ferilskráin hjá Jimmy er glæsileg, en hann starfaði meðal annars hjá Íslandshótelum á árunum 2008-2016 og fékk síðan tækifæri í júlí 2010 til að taka við sem hótelstjóri á Fosshótel Skaftafelli. Þar stýrði Jimmy hótelinu með glæsibrag og tók svo síðar við sem hótelstjóri á Fosshótel Húsavík árið 2012. Hann stjórnaði opnun Fosshótel Vestfirði á Patreksfirði árið 2013 og einnig Fosshótel Reykjavík árið 2015, sem er ennþá í dag stærsta hótel á landinu með 320 herbergi.
Í Stokkhólmi og Gautaborg starfaði Jimmy víða á veitingastöðum. Þar á meðal á fræga veitingastaðnum Ulfsunda Slott í Stokkhólmi.
Hvernig gengur að koma ykkur fyrir á Sigló?
„Bara mjög vel, það eru allir mjög vinalegir. Við fluttum norður um miðjan ágúst s.l. og fengum að upplifa smá Sigló sumar og núna erum við að upplifa veturinn sem við erum mjög spennt fyrir. Sérstaklega þar sem við erum mikið skíðafólk.“
Nú ert þú eftirsóttur í veitingabransanum og á vinnumarkaðnum almennt, hvers vegna Siglufjörður?
”Okkur fjölskylduna langaði mjög mikið aftur út á landsbyggðina og í eitthvað spennandi verkefni.
Bjarni og Halldóra sem eru hluteigendur Sigló Veitinga eru góðir vinir okkar og við höfum unnið saman áður hjá Íslandshótelum. Þegar þau báru upp þessa hugmynd þá þurftum við ekki mjög langan tíma til að ákveða okkur. Reynsla okkar af norðurlandinu er mjög góð eftir að hafa búið á Húsavík í eitt ár og hjálpaði það mikið með ákvörðunina.
Við tókum eina ferð norður í maí síðastliðnum til að skoða Siglufjörð og veitingastaðina sem Bjarni og Halldóru voru þá nýbúin að taka við. Við sáum strax hvað aðstaðan hér er góð og býður upp á mikla möguleika. Aðstaðan er meira segja sú besta sem ég hef séð á landsbyggðinni. Þrír veitingastaðir með stórkostlega staðsetningu, miðlægt undirbúningseldhús, vínlager ásamt skrifstofum. Veitingastaðirnir eru einnig vel úthugsaðir og með sögur á bak við sig, öll með sinn persónuleika, Hannes Boy, Kaffi Rauðka og Sunna á Sigló Hótel.
Í grunninn er ég veitingamaður og er mjög spenntur að vera hluti af svona stórum og skemmtilegum veitingarekstri og hlakka mikið til að sýna hvað okkar teymi getur gert.”
Verða einhverjar breytingar?
”Til að byrja með munum við einbeita okkur á að gera það sem við gerum best, veita góða þjónustu og gæða veitingar.
Eitt af okkar langtíma markmiðum er að koma Siglufirði á kortið ekki bara fyrir nátturufegurð, skíðamennsku og frábært hótel, heldur líka fyrir upplifun í mat og drykk. Framtíðin er björt hér á Siglufirði og við hlökkum til að gera góðan rekstur enn betri.”
Sagði Jimmy að lokum.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi