Vertu memm

Freisting

Síðasta reykingahelgi Íslands

Birting:

þann

Síðasta reykingahelgin er runnin upp á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Hópur veitingamanna í miðborg Reykjavíkur fór nýverið til Stokkhólms til að kynna sér lausnir þarlendra veitingamanna á reykingabanninu.

Nú eru sex dagar þar til reykingabannið skellur á veitingastaði, kaffihús og bari á Íslandi. Raunar hafa ýmsir veitingastaðir nú þegar bannað hjá sér reykingar en barirnir hafa margir dregið það í lengstu lög að banna alfarið hjá sér reykingar enda nærist stór hluti gesta þeirra á tvíeykinu: áfengi og tóbaki. Arnari Þór Gíslasyni, rekstarstjóra Óliver, líst ágætlega á hreinlætið og loftgæðin sem fylgja banninu, ekki síst fyrir starfsfólkið.

Arnar var einn af átta veitingamönnum í miðborg Reykjavíkur sem fóru fyrir rúmri viku til að kynna sér hvernig starfssystkin þeirra í Stokkhólmi brugðust við reykingabanninu þar í landi en sænskir barir og veitingastaðir hafa verið reyklausir í tvö ár á föstudaginn

Þar sá hann að ýmsir stórir, sænskir klúbbar leystu málið með því að hleypa fólki út í hollum, innan banda – svo það komist aftur inn án þess að lenda aftast í röðinni. Þá aðferð ætlar Arnar að reyna á Óliver. Sums staðar verður síðasta reykingakvöldinu þann 31. maí fagnað með pompi og pragt. Á Argentínu á að kveðja vindlamenninguna á Íslandi með viðhöfn og reykja upp vindlalagerinn undir yfirskriftinni kveðjum góða tíma og fögnum nýjum.

Greint frá á Visir.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið