Vertu memm

Freisting

Sendiherrar smökkuðu lax í Kanada

Birting:

þann

 Markús Örn Antonsson
Markús Örn Antonsson

Fjörtíu sendiherrar í Kanada fóru í bátsferð um Fundy flóa í gær og smökkuðu eldislax og sjávarrétti frá svæðinu í boði sjávarútvegsráðherra Kanada. Sendiherra Íslands, Markús Örn Antonsson, var þeirra á meðal.

Vakti eftirtekt hversu vel íslenski og norski sendiherrarnir tóku til matar síns og þótti það merki um gæði laxins, enda báðir fulltrúar fiskveiðiþjóða.

Ferðin var í boði Rick Coucet, sjávarútvegsráðherra Kanada, og er hluti af ráðstefnu sem er haldin þessa viku í smábænum St. Andrews sem er á milli Nova Scotia og New Brunswick. Sendiherrar létu rigningu og kulda ekki slá sig út af laginu og fóru í bátferð um flóann og kynntu sér eldisstöð laxa sem er í flóanum. Sjávarútvegsráðherrann reiddi svo sjálfur fram lax á teinum sem sendiherrar gæddu sér á af bestu lyst.

Það var Mbl.is sem greindi frá

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið