Freisting
Sendiherrar smökkuðu lax í Kanada
|
Fjörtíu sendiherrar í Kanada fóru í bátsferð um Fundy flóa í gær og smökkuðu eldislax og sjávarrétti frá svæðinu í boði sjávarútvegsráðherra Kanada. Sendiherra Íslands, Markús Örn Antonsson, var þeirra á meðal.
Vakti eftirtekt hversu vel íslenski og norski sendiherrarnir tóku til matar síns og þótti það merki um gæði laxins, enda báðir fulltrúar fiskveiðiþjóða.
Ferðin var í boði Rick Coucet, sjávarútvegsráðherra Kanada, og er hluti af ráðstefnu sem er haldin þessa viku í smábænum St. Andrews sem er á milli Nova Scotia og New Brunswick. Sendiherrar létu rigningu og kulda ekki slá sig út af laginu og fóru í bátferð um flóann og kynntu sér eldisstöð laxa sem er í flóanum. Sjávarútvegsráðherrann reiddi svo sjálfur fram lax á teinum sem sendiherrar gæddu sér á af bestu lyst.
Það var Mbl.is sem greindi frá
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Skemmtilegt viðtal við franska bakarameistarann Remy Corbet – Steinn Óskar: how do you like iceland? – Vídeó