KM
Samstarf Hafmeyjunnar og KM
Nýlega var undirritaður styrktar og samstarfssamningur milli fyrirtækisins Hafmeyjunnar og Klúbbs matreiðslumeistara. Samstarfið hefur reyndar staðið yfir í nokkur ár þar sem kraftar og sósugrunnar undir vörumerkjum Tasty hafa í nokkur ár borið merki landsliðsins í matreiðslu. Hefur það án efa hjálpað til við sölu á vörunni sem er framúrskarandi í sínum flokki. Samningurinn er til nokkura ára og á eflaust eftir að gagnast báðum vel.
Guðmundur Heimisson, Geir Sveinsson & Ingvar Sigurðsson
Hafmeyjan er lítil heildverslun með gott úrval af vörum í háum gæðaflokki og er stjórn KM mjög ánægð með þennan samning sem lýsir mikilli framsýni hjá vaxandi fyrirtæki. Það eru ekki bara stórfyrirtæki sem sjá tækifæri í samstarfi við klúbbinn.
Klúbbur matreiðslumeistara hvetur félagsmenn sína til að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem klúbburinn er í samstarfi við. Vöruúrval Hafmeyjunnar má meðal annars sjá á heimasíðu fyrirtækisins. www.hafmeyjan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame