KM
Samstarf Hafmeyjunnar og KM
Nýlega var undirritaður styrktar og samstarfssamningur milli fyrirtækisins Hafmeyjunnar og Klúbbs matreiðslumeistara. Samstarfið hefur reyndar staðið yfir í nokkur ár þar sem kraftar og sósugrunnar undir vörumerkjum Tasty hafa í nokkur ár borið merki landsliðsins í matreiðslu. Hefur það án efa hjálpað til við sölu á vörunni sem er framúrskarandi í sínum flokki. Samningurinn er til nokkura ára og á eflaust eftir að gagnast báðum vel.
Guðmundur Heimisson, Geir Sveinsson & Ingvar Sigurðsson
Hafmeyjan er lítil heildverslun með gott úrval af vörum í háum gæðaflokki og er stjórn KM mjög ánægð með þennan samning sem lýsir mikilli framsýni hjá vaxandi fyrirtæki. Það eru ekki bara stórfyrirtæki sem sjá tækifæri í samstarfi við klúbbinn.
Klúbbur matreiðslumeistara hvetur félagsmenn sína til að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem klúbburinn er í samstarfi við. Vöruúrval Hafmeyjunnar má meðal annars sjá á heimasíðu fyrirtækisins. www.hafmeyjan.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé