Vertu memm

KM

Samstarf Hafmeyjunnar og KM

Birting:

þann

Nýlega var undirritaður styrktar og samstarfssamningur milli fyrirtækisins Hafmeyjunnar og Klúbbs matreiðslumeistara.  Samstarfið hefur reyndar staðið yfir í nokkur ár þar sem kraftar og sósugrunnar undir vörumerkjum “Tasty” hafa í nokkur ár borið merki landsliðsins í matreiðslu.   Hefur það án efa hjálpað til við sölu á vörunni sem er framúrskarandi í sínum flokki.   Samningurinn er til nokkura ára og á eflaust eftir að gagnast báðum vel.


Guðmundur Heimisson, Geir Sveinsson & Ingvar Sigurðsson

Hafmeyjan er lítil heildverslun með gott úrval af vörum í háum gæðaflokki og er stjórn KM mjög ánægð með þennan samning sem lýsir mikilli framsýni hjá vaxandi fyrirtæki.  Það eru ekki bara stórfyrirtæki sem sjá tækifæri í samstarfi við klúbbinn. 

Klúbbur matreiðslumeistara hvetur félagsmenn sína til að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem klúbburinn er í samstarfi við.  Vöruúrval Hafmeyjunnar má meðal annars sjá á heimasíðu fyrirtækisins.  www.hafmeyjan.is 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið