Freisting
Samkeppniseftirlitið segir Osta- og smjörsöluna hafa brotið samkeppnislög
Samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins braut Osta- og smjörsalan samkeppnislög með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu.
Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins er Osta- og smjörsalan sögð hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu Mjólku.
Osta- og smjörsalan sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, þar sem segir að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að kaupendur undanrennudufts frá Osta- og smjörsölunni fengu mismunandi kjör. Þá er í yfirlýsingunni frá því greint að kjörin hafi verið leiðrétt um leið og athugasemd barst Samkeppniseftirlitinu fyrir um ári síðan.
Ólafur F. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir það hrein og klár ósannindi að kjörin hafi verið leiðrétt. Við erum ennþá að kaupa undanrennuduftið á umtalsvert hærra verði en aðrir kaupendur. Þetta eru ekki mannleg mistök heldur einbeittur vilji fyrirtækisins að selja okkur duftið á hærra verði en öðrum.“
Ólafur segist jafnframt ætla að kvarta yfir fleiri málum til Samkeppniseftirlitsins vegna meintra undirboða Osta- og smjörsölunnar. Ekki náðist í gær í Magnús Ólafsson, forstjóra Osta- og smjörsölunnar.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati