Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Samkeppni á máltíðamarkaðnum
Aukið úrval rétta og gestapakkar með uppskriftum frá vinsælustu kokkum landins eru meðal þeirra nýjunga sem Einn, tveir & elda býður upp á. Einn, tveir & elda hóf starfsemi sína nú á dögunum og hleypti þar með nýju blóði í samkeppnina á þessum vaxandi markaði.
Einn, tveir & elda leggur til uppskriftir að fjölbreyttum máltíðum auk alls hráefnis sem þarf til eldamennskunnar líkt og Eldum rétt og eru þ.a.l. í samkeppni á máltíðamarkaðnum.
Gestapakkar frá þekktum kokkum
Í tilkynningu segir að auk girnilegra uppskrifta frá kokkum Einn tveir & elda mun hópur þekktra aðila útbúa sérstaka gestapakka í hverri viku en þar má meðal annars nefna Ragnar Frey (læknirinn í eldhúsinu), Jóa Fel. Einn, tveir & elda býður einnig upp á sérstakan heilsupakka sem Gunnar Már, sem kenndur er við lágkolvetna lífsstílinn, mun sjá um. Á einntveir.is er hægt að skoða réttina og uppskriftir hverrar viku, og setja saman sinn eigin matarpakka eftir sínum smekk.
Nýjar aðferðir við dreifingu í samstarfi við íþróttafélögin
Einn tveir & elda fer nýjar leiðir í vörudreifingu, en þannig er komið til móts við óskir þeirra fjölmörgu sem vilja sækja vörurnar á afhendingarstað í sínu eigin hverfi. Í þeim tilgangi hefur fyrirtækið samið við íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu, en þar munu viðskiptavinir geta sótt sínar pantanir. Félögin fá hlutdeild í sölunni og því geta viðskiptavinir stutt sitt félag og sparað sér sendingarkostnað með því að velja að sækja vörurnar þangað.
Eftirspurnin á Íslandi fjórfaldast
„Máltíðamarkaðurinn er í hröðum vexti um allan heim og ef þú horfir til þróunar í nágrannalöndunum má gera ráð fyrir því, að hér á landi muni markaðurinn fjórfaldast að umfangi á næstu tveimur árum. Við leggjum áherslu á að þjónustan sé einföld og þægileg í notkun, hún spari neytendum tíma og fyrirhöfn og dragi úr matarsóun. Það þarf ekki lengur að kenna íslendingum að panta netinu, það eru nánast allir farnir að gera það reglulega.
Við Íslendingar vinnum auðvitað einna mest allra í Evrópu og hraðinn er orðinn svo mikill í samfélaginu okkar að sífellt fleiri leita leiða til þess að spara sér tíma einmitt eftir vinnu og skóla þegar þú vilt frekar eyða tíma með fjölskyldunni heima en úti í búð. Svo er það auðvitað svo að þegar innkaupin eru í fullkomlega réttum skömmtum þá spornum við gegn matarsóun sem ekki er vanþörf á.“
Segir Jón Arnar Guðbrandsson, matreiðslumaður og framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda og bætir við að það sé mikið ánægjuefni að geta gert þetta í samvinnu við íþróttafélögin.
„Það styrkir auðvitað dreifinguna og gefur fólki tækifæri á að styðja við sitt félag. Svo eru nýjungar eins og það að geta valið úr mörgum réttum í sinn Klassíska pakka og Gestakokkarnir sem við vitum að fólk bíður spennt eftir að prófa. Við alla vega hlökkum mikið til að hjálpa fólki að njóta dagsins, því við ætlum að sjá um kvöldið!“.
Mikið úrval uppskrifta
Hjá Einn, tveir & elda starfar öflugur hópur sælkera sem töfrar fram frábæra rétti í hverri viku sem einfalt og skemmtilegt er að elda. Einn, tveir & elda leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini, mikið úrval uppskrifta, ferskt hráefni og gott bragð. Máltíðarfyrirtækið Einn, tveir & elda er í nánu samstarfi með íslenskum matvælaframleiðendum eins og garðyrkjubændum og birgjum til að tryggja ferskleika og gæði.
Fyrir nánari upplýsingar á heimaíðunni www.einntveir.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi