Vertu memm

Axel Þorsteinsson

Salt eldhús á meðal 50 bestu kennslueldhúsum í Evrópu og topp 5 í Norður Evrópu

Birting:

þann

Salt eldhús

Í bakhúsi á laugavegi er falinn fjársjóður fyrir áhugamanneskjur í matargerð. Staðsetning og húsið sjálft gefur frá sér svo mikinn karakter sem er svo notalegur að það er ekki hægt annað en að líða vel og vera spenntur fyrir því sem maður fer að gera þarna.

Hjá Salt Eldhús eru þau með námskeið í frönsku makkarónum sem makkarónukennarinn og eigandi Salt Eldhússins Auður Ögn Árnadóttir stýrir.  Hún hefur kennt yfir 50 námskeið og já hún getur stimplað sig sem makkarónumeistara.

Við makkarónu gerð þarf þolimæði, þekkingu og virðingu fyrir því sem er verið að gera og Auður fer yfir allt upp á 10 þannig að enginn fer óviss heim ef vel er tekið eftir.

 

Á námskeiðinu fer hún einnig yfir sögu smákökurnar og talar um gerð fyllingana og hvernig karakter það þarf að bjóða upp á.

Auður hefur alltaf verið með mikinn áhuga á matargerð og ekki minnkaði hann eftir tveggja ára dvöl í frakklandi í lok níunda áratugarins.

Salt Eldhús sprettur upp af brennandi áhuga mínum á matargerð og þeirri staðreynd að mér fannst vanta í íslensku flóruna stað sem þennann. Mig langar að skapa vettvang fyrir hinn almenna sælkera, þar sem áhugamenn og konur um matargerð geta komið saman og sinnt áhugamáli sínu, hist, spjallað, kokkað og að lokum deilt þeim dýrindis máltíðum sem eldaðar voru, yfir glasi af góðu víni

, skrifar Auður á heimasíðu Salt eldhús.

Margir fagmenn hafa verið með námskeið hjá Salt Eldhús, þar á meðal Matthías Þórarinsson fréttamaður hjá veitingageirinn.is, Sigga San hjá suZushii, Lucas Keller hjá Cocoos Nest, Gulla á Grillmarkaðnum svo fá eitt sé nefnt.

 

Food & Travel Magazine valdi Salt eldhús eitt af 50 bestu „cookery schools“ eða kennslueldhúsum í Evrópu og til að toppa það voru þau sett í topp 5 í Norður Evrópu.  Veitingageirinn.is óskar Salt Eldhús innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og hlakkar til að fylgjast með gangi mála hjá þeim í framtíðinni.

 

/Axel

twitter og instagram icon

 

Axel Þorsteinsson er bakari og konditor að mennt. Axel lærði fræðin sín í Kökuhorninu 2005 til 2009 og Mosfellsbakarí 2009 til 2012, en hann hefur starfað meðal annars á Hótel holti, Apotek Restaurant og Bouchon Bakery. Hægt er að hafa samband við Axel á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið