Frétt
Salmonella í Tahini
Salmonella greindist í einni lotu af Tahni Sesam Mus og hefur Miðausturlandamarkaðurinn stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Tahini Sesam Mus, 800g krukkur. Salmonella er baktería sem getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum Rasff hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Al Burj
Vöruheiti: Tahni Sesam Mus
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 12/08/2023
Strikamerki: 220332595
Nettómagn: 800 g
Framleiðandi: Kosebate.GmbH
Framleiðsluland: Sýrland
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslunina Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 2‐4.
Nánari upplýsingar má nálgast í versluninni Miðausturlandamarkaðurinn.
Mynd: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift