Frétt
Salmonella er enn helsta orsök matarborinna sjúkdómshrina
Á árunum 2015 til 2019 hefur fjöldi kampýlóbakter- og salmonellutilfella í fólki í Evrópu verið stöðugur. Kampýlóbakter (Campylobacter spp.) er enn langalgengasti matarborni sjúkdómsvaldurinn í Evrópu, þ.m.t. á Íslandi.
Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) voru að gefa út árlega súnuskýrslu fyrir árið 2019. Súnur eru sjúkdómar sem geta smitast beint eða óbeint milli dýra og manna. Skýrslan sýnir fjölda skráðra súnutilfella og í hvaða dýrategundum og matvælum súnuvaldar hafa fundist. Samkvæmt skýrslunni hefur fjöldi skráðra kampýlóbakter- og salmonellutilfella í fólki í Evrópu verið stöðugur 2015-2019. Skýrslan nær yfir skráð tilfelli 36 Evrópulanda, þar á meðal Íslands, að því er fram kemur á vefnum mast.is.
Kampýlóbakter er áfram sá sjúkdómsvaldur sem veldur flestum skráðum matarbornum sjúkdómum. Alls voru 220.682 kampýlóbaktertilfelli skráð árið 2019 í Evrópu. Það samsvarar tveimur þriðju hluta skráðra tilfella. Salmonella fylgir þar á eftir með alls 87.923 tilfelli.
Milli áranna 2018 og 2019 fækkaði skráðum matarbornum sjúkdómshrinum um 12,3%. Salmonella er enn helsta orsök matarborinna sjúkdómshrina og egg eru enn algengasta uppspretta salmonellu. Matarborin sjúkdómshrina er þegar að minnsta kosti tveir veikjast eftir að hafa borðað sömu matvæli.
Listeríutilfelli hafa einnig verið stöðug síðustu fimm ár og voru innan við 1% allra matarsýkinga í Evrópu árið 2019 eða 2.621 tilfelli. Listería veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku fólki þrátt fyrir að það neyti matvæla sem eru menguð af bakteríunni. Fólk í áhættuhópi, s.s. aldraðir, barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi, geta þó veikst alvarlega og 92% þeirra sem veiktust í Evrópu voru lagðir inn á sjúkrahús og 17,6% þeirra létust.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?