Markaðurinn
SalesCloud og Nágrannar hefja samstarf
Núna geta veitingastaðir og aðrir viðskiptavinir SalesCloud með einföldum hætti boðið upp á heimsendingar í samvinnu við heimsendingarþjónustuna Nágranna. Markmiðið er að matarpantanir séu komnar heim til viðskiptavina 15 mínútum eftir að þær eru tilbúnar.
Allir veitingastaðir sem eru með hugbúnað frá SalesCloud geta nýtt sér þessa þjónustu. Þá munu notendur markaðstorgsins Yess einnig njóta góðs af þessu.
Hugbúnaðarfyrirtækið SalesCloud hefur gert samning við fyrirtækið Nágranna um heimsendingarþjónustu þess síðarnefnda fyrir viðskiptavini SalesCloud og Yess.
SalesCloud býður upp á notendavænt sölukerfi í skýinu sem er meðal annars þróað og hannað með þarfir veitingastaða og smásölu í huga.
„Með þessu skrefi erum við að stíga inn í þróun markaðs heimsendingarþjónustu á Íslandi. Um er að ræða einfaldari og þægilegri leið til að bjóða upp á heimsendingar sem mun auðvelda viðskiptavinum okkar að veita framúrskarandi þjónustu.
Þessi einföldun verður til þess að veitingastaðir sem nýta sér okkar lausnir og þjónustu geta sett upp aðgang hjá Nágrönnum. Við bjóðum þeim einnig að setja upp svæði á appinu þeirra og heimasíðu, stöðunum að kostnaðarlausu. Eins er hægt að bjóða upp á heimsendingarþjónustu Nágranna þegar pantað er í gegnum heimasíðu veitingastaða eða í Yess appinu.
Kostnaðurinn við það síðastnefnda er kr 1200,- og greiðist af viðskiptavininum þegar pantað er. Við sjáum svo um að koma sendingarkostnaðinum í hendur Nágranna þannig að flækjustigið er ekkert fyrir veitingastaðina“,
segir Helgi Andri Jónsson stofnandi SalesCloud.
Nágrannar er nýtt og spennandi fyrirtæki sem býður upp á snögga og örugga heimsendingarþjónustu. Markmið fyrirtækisins er að sendingar séu komnar til viðskiptavina 15 mínútum eftir að þær eru tilbúnar.
„Við ætlum að efla vaxandi umhverfi fyrir heimsendingu hér á landi og leggjum mikla áherslu á, líkt og SalesCloud, að fara fram úr væntingum viðskiptavina með því að taka alltaf aukaskref þegar kemur að gæðum þjónustu. Við ætlum hreinlega að gera þetta að bestu heimsendingarþjónustu á Íslandi“,
segir Nicholas Steiner framkvæmdastjóri Nágranna.
Hægt er að panta í gegnum Yess appið og í gegnum heimasíður veitingastaðanna.
„Nágrannar deila sömu sýn og við hjá SalesCloud að því leyti að bæði fyrirtækin hafa mjög ríkan metnað þegar kemur að gæðum þjónustu. Við ættum því að ná að vinna vel saman.“
Segir Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud að lokum.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni