Veitingarýni
Sænskur dagur í Reykjavík – Veitingarýni
Það var laugardaginn 12. apríl síðastliðinn, sem ég ákvað að hafa Sænskan dag í höfuðborginni Reykjavík og kemur í ljós í lokin hver var ástæðan fyrir þessu brölti á mér.
Ég byrjaði á að fara í hádeginu á Stöðina hjá Skeljungi við Vesturlandsveg og fá mér pylsu að hætti Svía, en hún er ristuð pylsa í brauði með tómatsósu, lauk og sinnep, svo er rækjusalat sett ofan á hana og þannig fékk ég pylsuna og drakk með sykurlaust bensín og naut vel, hún var svakalega góð og þeir sem ekki hafa prófað þetta, gefið þessu sjéns einu sinni.
Svo leið dagurinn með rúnti um höfuðborgina og um sexleytið var ég kominn inn á Geysir bistro bar á Vesturgötu, en þar ætlaði ég að snæða sænskan kvöldverð.
Staðurinn er bjartur og leið mér strax vel þar inni og fékk gluggaborð og var gaman að fylgjast með iðandi lífinu fyrir utan, en nóg um það, það var maturinn sem var málið og fékk ég vatn í glas um leið og ég settist og þjónustustúlkan bauð mér að skoða seðilinn, og hér kemur það sem ég valdi.
3 tegundir síld, lauksíld, sinnepssíld og síld með eplum og rúsínum og rúgbrauði, ( þessi réttur er á seðli með hákarli og harðfiski og afþakkaði ég það af eðlilegum ástæðum)
Síldin var virkilega góð, maður fann að það hafði verið nostrað við hana, en ekki veidd beint upp úr fötunni, eina sem var mínus á þennan annars góða rétt var rúgbrauðið, það var svo þétt í sér að það varð eiginlega senuþjófur réttarins.
Leit virkilega flott út, en þegar laxinn er kofareyktur, sterkur og saltur, þá þarf sósan að vera í styrkleika sem passar, þetta virkaði eins og sýrður rjómi á laxinum, en mér finnst svona lax góður og hvað varðar graflaxinn hann slapp en mætti vera betur grafinn.
Ef rétturinn er boðin hægeldaður þá þarf hann að vera það, en ekki eins og ég fékk lærið eldað a la carte, svo sá ég frönskurnar þá er það svona raspaðar með rifflum, en fyrr um daginn hafði ég verið að versla í kjötborði Hagkaups á Eiðistorgi og hafði séð nákvæmlega eins sæt kartöflur og voru í körfunni.
Miðað við verðið finnst mér ekki ósanngjart að krefjast að það séu ferskar sætkartöflur notaðar en ekki frosnar, sorglegt klúður því ég er næsta viss að ef þessi samsetning er gerð rétt væri hún fantagóð.
Glæsilegt, einfalt en fantagott.
Þjónustan var þokkaleg, ein af þeim kunni nokkuð fyrir sér en annað salarstaff óreynt og þegar þær eru með bert á milli í mitti og með neglur lakkaðar bláar þá fær maður það á tilfinninguna að það séu aga og starfsmanna vandamál á ferðinni.
Enga síður fann ég fyrir metnaði úr eldhúsinu, sem að þarf eflast hratt ef ekki á að fara illa fyrir staðnum.
Þá var komið að rúsínunni í pylsuendanum en það voru 40 ára minningar tónleikar í Eldborg Hörpunnar um ABBA og þar var sko ekki sleginn nein feilnóta, maður fékk trekk í trekk gæsahúð af hrifningu, þannig að Sænski dagurinn endaði vel og var gott að komast á beddann áður en maður hvarf í heim drauma.
Myndir: Sverrir Þór Halldórsson / Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi