Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sænsku síldarkokkarnir fóru á kostum á Siglufirði – Anita: Þeir Ted og Joakim töfruðu fram síldarrétti sem eru okkur Íslendingum flestum framandi – Myndir
Sænsku síldarkokkanir Ted Karlberg og Joakim Bengtsson áttu veg og vanda af síldarhlaðborðinu sem í boði var fyrir gesti og gangandi nú á dögunum á Síldarkaffi sem er kaffihús Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Þúsundþjalasmiðir.
Sænsku síldarkokkarnir Ted og Joakim gerðu meira en að undirbúa síldarveislu, en þeir byrjuðu daginn á húsgagnaviðgerðum
Sannkölluð síldarveisla á laugardeginum 30. nóvember og á sunnudeginum 1. desember, dýrindis síldarréttir, sérbruggað jólabrennivín og lifandi tónlist.
Hlaðborðið á laugardeginum á 6.900 krónur getur kallast gjöf en ekki gjald. Veislurnar á laugardag og sunnudag voru á allan hátt sambærilegar, nema að á laugardag var lifandi tónlist og gestum boðið upp á sérbruggað jólabrennivín, sem ekki var á sunnudag og kostaði hlaðborðið á sunnudeginum einungis 4.600 krónur.
„Mætingin var góð. Það var fullsetið hjá okkur á laugardagskvöld, en aðeins rólegra á sunnudegi.“
Sagði Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði í samtali við veitingageirinn.is.
„Þeir Ted og Joakim stóðu sig sem fyrr afskaplega vel í eldhúsinu og töfruðu fram síldarrétti sem eru okkur Íslendingum flestum framandi. Mest spennandi var þó að elda ferska síld sem við fengum frá Ísfélaginu á Þórshöfn, og er algert lostæti.“
Sagði Anita.

Anita Elefsen safnstjóri og annar ritstjóri bókarinnar Síldardiplómasía segir frá vinnunni við íslensku útgáfu bókarinnar.
Einnig var útgáfuhóf haldið yfir daginn 30. nóvember, en nýlega kom út bókin Síldardiplómasía sem er gefin út í samvinnu Síldarminjasafnsins á Siglufirði og Bókaútgáfunnar Hóla.
Ted Karlberg sagði frá tilurð bókarinnar sem fæst í öllum helstu bókabúðum og á Síldarkaffi.
„Vinnan við að íslensku útgáfuna fólst í töluvert meiru en eingöngu þýðingarvinnu og prófarkalestri þar sem okkur fannst skipta máli að hún talaði sem mest og best til íslenskra lesenda. Svo sumir kaflar voru fyrir vikið endurskrifaðir og öðrum breytt og bætt. Auk þess sem nýir kaflar urðu til og aðrir viku.
Sænska útgáfan er auðvitað miðuð að Eystrasaltinu og sænskum menningarheimi, en sú íslenska horfir til Atlantshafsins, íslenskrar síldarsögu og áhrifa síldarinnar á okkar menningu.“
Sagði Anita að lokum.
Myndir: aðsendar / Síldarkaffi

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó