Freisting
Sælkerinn hvað er það ?
Akralind 5 / 200 Kópavogur / Sími: 544 8773 / Gsm: 860 2117 / [email protected]
www.saelkerinn.is
Sælkerinn er tveggja ára gamalt fyrirtæki sem óx út úr 101 heild og varð sjálfstæð eining sem hefur markerað sig á heildsölulínunni, þetta er lítið fjöldskyldufyrirtæki til húsa að Akralind 5 og er Jóhannes Þór Ævarsson skipstjórinn.
Vöruúrvalið er töluvert sem menn geta kynnt sér ínn á www.saelkerinn.is og nægir að nefna vörur frá Meyers í Danmörku, andarbringur frá Valetta í Périgord Frakklandi, ávaxtapuré frá La Fruitére Frakklandi, truffluvörur frá Elleesse í Umbriu Ítalía og Parmaskinka frá Brianzasalumi í Parma og eru þá bara örfá atriði talin upp.
Það sem að stakk mig var hlýtt viðmót hjá Jóhannesi og minnti það mig á þegar Guðjón Steinsson og frú voru með fyrirtæki sitt í bílskúrnum og maður fékk þessa persónulegu þjónustu sem þau hjón eru víðfræg fyrir og er virkilega gaman að upplifa það aftur þetta mörgum árum seinna.
Þið sem eruð að versla inn fyrir veitingastaði, skoðið hvað Sælkerinn hefur upp á að bjóða, það kemur mörgum á óvart hvað leynist hjá honum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta