Freisting
Ruslfæði bannað í enskum skólum
Bannað verður að selja mat sem inniheldur mikið af salti eða sykri í sjálfsölum í enskum skólum innan árs, að því er BBC skýrir frá í dag. Ruth Kelly, menntamálaráðherra Englands, mun tilkynna þetta á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.
Ákveðið hefur verið að stuðla að hollara mataræði í breskum skólum. Ráðherrar höfðu áður sagt að sjálfsalar yrðu undanþegnir þegar breytingarnar yrðu gerðar. Nú liggur fyrir að bannað verður að selja sælgæti, kartöfluflögur og sykraða drykki í þeim.
Í næstu viku mun sérstök nefnd um skólamáltíðir kynna ný viðmið um næringu í skólum á Englandi sem þeim verður skylt að fylgja. Nefndin var sett á stofn eftir að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hóf baráttu fyrir því að bæta mataræði enskra skólabarna.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám





