Vertu memm

Freisting

Ruslfæði bannað í enskum skólum

Birting:

þann

Bannað verður að selja mat sem inniheldur mikið af salti eða sykri í sjálfsölum í enskum skólum innan árs, að því er BBC skýrir frá í dag. Ruth Kelly, menntamálaráðherra Englands, mun tilkynna þetta á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.

Ákveðið hefur verið að stuðla að hollara mataræði í breskum skólum. Ráðherrar höfðu áður sagt að sjálfsalar yrðu undanþegnir þegar breytingarnar yrðu gerðar. Nú liggur fyrir að bannað verður að selja sælgæti, kartöfluflögur og sykraða drykki í þeim.

Í næstu viku mun sérstök nefnd um skólamáltíðir kynna ný viðmið um næringu í skólum á Englandi sem þeim verður skylt að fylgja. Nefndin var sett á stofn eftir að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hóf baráttu fyrir því að bæta mataræði enskra skólabarna.

Greint frá í Morgunblaðinu

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið