Freisting
Ruslfæði bannað í enskum skólum
Bannað verður að selja mat sem inniheldur mikið af salti eða sykri í sjálfsölum í enskum skólum innan árs, að því er BBC skýrir frá í dag. Ruth Kelly, menntamálaráðherra Englands, mun tilkynna þetta á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.
Ákveðið hefur verið að stuðla að hollara mataræði í breskum skólum. Ráðherrar höfðu áður sagt að sjálfsalar yrðu undanþegnir þegar breytingarnar yrðu gerðar. Nú liggur fyrir að bannað verður að selja sælgæti, kartöfluflögur og sykraða drykki í þeim.
Í næstu viku mun sérstök nefnd um skólamáltíðir kynna ný viðmið um næringu í skólum á Englandi sem þeim verður skylt að fylgja. Nefndin var sett á stofn eftir að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hóf baráttu fyrir því að bæta mataræði enskra skólabarna.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum