Freisting
Ruslfæði bannað í enskum skólum
Bannað verður að selja mat sem inniheldur mikið af salti eða sykri í sjálfsölum í enskum skólum innan árs, að því er BBC skýrir frá í dag. Ruth Kelly, menntamálaráðherra Englands, mun tilkynna þetta á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.
Ákveðið hefur verið að stuðla að hollara mataræði í breskum skólum. Ráðherrar höfðu áður sagt að sjálfsalar yrðu undanþegnir þegar breytingarnar yrðu gerðar. Nú liggur fyrir að bannað verður að selja sælgæti, kartöfluflögur og sykraða drykki í þeim.
Í næstu viku mun sérstök nefnd um skólamáltíðir kynna ný viðmið um næringu í skólum á Englandi sem þeim verður skylt að fylgja. Nefndin var sett á stofn eftir að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hóf baráttu fyrir því að bæta mataræði enskra skólabarna.
Greint frá í Morgunblaðinu

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu