Freisting
Ruslfæði bannað í enskum skólum
Bannað verður að selja mat sem inniheldur mikið af salti eða sykri í sjálfsölum í enskum skólum innan árs, að því er BBC skýrir frá í dag. Ruth Kelly, menntamálaráðherra Englands, mun tilkynna þetta á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.
Ákveðið hefur verið að stuðla að hollara mataræði í breskum skólum. Ráðherrar höfðu áður sagt að sjálfsalar yrðu undanþegnir þegar breytingarnar yrðu gerðar. Nú liggur fyrir að bannað verður að selja sælgæti, kartöfluflögur og sykraða drykki í þeim.
Í næstu viku mun sérstök nefnd um skólamáltíðir kynna ný viðmið um næringu í skólum á Englandi sem þeim verður skylt að fylgja. Nefndin var sett á stofn eftir að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hóf baráttu fyrir því að bæta mataræði enskra skólabarna.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana