Frétt
Rúsínur innkallaðar vegna þess að framleiðslulotan stenst ekki kröfur til geymsluþols og er byrjuð að þrána
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Muna rúsínum sem Icepharma ehf. flytur inn frá Þýskalandi. Varan hefur verið innkölluð vegna þess að framleiðslulotan stenst ekki kröfur til geymsluþols og er byrjuð að þrána. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Einungis á innköllunin við eftirfarandi framleiðslulotu.
- Vörumerki: Muna
- Vöruheiti: Rúsínur
- Strikamerki: 5694230036257
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.12.2022
- Lotunúmer: 311222
- Nettómagn: 500 g
- Framleiðsluland: Þýskaland
- Innflytandinn: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Heimkaup, Þín Verslun, Hjá Jóhönnu, Kjörbúðin, Krambúð, Iceland, Veganmatur, HALPAL, Hlíðarkaup, Lyfjaver.
Neytendur sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekran fær lífræna vottun – Styrkir stöðu sína á markaði með sjálfbæra nálgun
-
Frétt3 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við