Hinrik Carl Ellertsson
Rúllupylsukeppnin 2014 verður haldin í Þurranesi í Saurbæ
![Vinningshafar F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2013/11/rullupylsukeppni_2013_vinningshafar-1024x664.jpg)
Vinningshafar frá því í fyrra
F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir
Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13-13:30 í Þurranesi.
Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.
Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð.
Fornar verkunarhefðir og handverk í matargerð mega hvorki gleymast né staðna. Því er nausynlegt að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín, prófa nýjar leiðir og stuðla þannig að þróun í gerð hefðbundinna matvæla.
Kynslóðirnar er því hvattar að koma saman við rúllupyslugerð, læra hver af annarri og njóta tímans saman.
Sjá umfjöllun um keppnina 2013 hér.
Mynd: Valdís Einarsdóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025