Uppskriftir
Rófur með chili-pipar og engiferi
Meðlæti fyrir 4-5
600 g rófur, skornar í 3 cm stóra bita
1½ stór laukur, skorinn í fjórðunga
5 hvítlauksrif
4 cm ferskt engifer, saxað
1½ dl jógúrt eða kókosmjólk
2 grænir chili-piparbelgir, með eða án fræja, í sneiðum
1 msk. sítrónusafi
4 stk. negull
3 kardimommur
1½ tsk. túrmerik
1 kanilstöng
1½ dl rúsínur
1 lárviðarlauf
3 msk. hunang
1½ msk. repjuolía
1-2 dl vatn
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. garam masala
ferskur kóríander til skrauts
Aðferð:
Rófurnar eldaðar í blástursofni við 200°C í 15-20 mínútur eða þangað til þær eru nærri því fulleldaðar. Á meðan er engiferi, lauk, hvítlauk, chili, jógúrt, sítrónusafa, hunangi og rúsínum blandað saman í matvinnsluvél.
Olía hituð á teflonpönnu, negull, lárviðarlauf og kardimommur snöggsteikt í u.þ.b. 10 sekúndur. Túrmeriki bætt út í, hrært og látið krauma í 5-10 sekúndur. Vatni, rófunum úr ofninum, kanilstöng og 1 tsk. af salti bætt út í og látið krauma í 10 mínútur til viðbótar á lágum hita.
Garam masala og söxuðum ferskum kóríander stráð yfir í lokin.
Réttinn er bæði hægt að nota sem aðalrétt og meðlæti.
Höfundur er Yesmine Olsson
Aðsend uppskrift frá íslenskum gulrófnabændum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi







