Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025

Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025

Nú um helgina lauk kokteila hátíðinni Reykjavík Cocktail Week með glæsilegu galakvöldi í Gamla Bíó þar sem úrslit í kokteila keppnunum hátíðarinnar fóru fram á sunnudeginum.

Hátíðin stóð yfir dagana 31.mars til 6. apríl, yfir 50 viðburðir fóru fram á 34 stöðum sem tóku þátt í hátíðinni í ár.

Um 600 manns mættu á EXPÓIÐ sem fór fram í Hörpu síðastliðinn miðvikudag og voru þar samankomnir um 20 birgjar áfengra vara sem kynntu vörur sínar, þar fóru einnig undankeppnir í Íslandsmóti Barþjóna og þemakeppni Reykjavík Cocktail Week sem var með hálofta þema þetta árið.

Gestir gátu eingöngu notið fljótandi veiga því einnig fengu fjölmargir sér húðflúr sem var í boði, einn keppandi nýtti einnig tækifærið og bar fram bónorð upp á sviði, hún sagði JÁ!

Úrslita kvöldið sjálft var svo í Gamla Bíó þar sem fjöldi fólks var saman kominn til þess að fylgjast með úrslitum í keppnunum og njóta frábærra veitinga sem komu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Reykjavík Cocktail Week drykkur ársins: Tipsy

Íslandsmót Barþjóna:
1. Róbert Aron Garðarsson Proppé – Drykk
2. Pétur Kolka – OTO
3. Bruno Falcoa – Bonn
4. Deividas Deltuvas – Sæta Svínið
5. Alex Örn Heimisson – Apótek

Þemakeppnin 2025
1. Alexander Jósef Alvarado – Jungle
2. Auður Gestsdóttir – Tipsý
3. Heimir Morthens – Drykk

Kokteilbar ársins: Jungle

Fagleg vinnubrögð íslandsmót: Jacek Rudecki

Fallegasti drykkurinn: Pétur Kolka

Besti klassíski kokteillinn: Pétur Kolka með drykkinn

Vídeó frá Expó-inu í Hörpu

Undankeppni og Expó sýningin

Myndir: Sigurður Valdimar og Valgarður Gíslason

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar