Freisting
Róbert á Fjöruborðinu boðið í þátt Mörtu Stewart
Það hefur varla farið fram hjá neinum að Martha Stewart var á landinu í boði forsetahjónanna en hún og Dorrit eru gamlar vinkonur.
Meðal þess sem forsetahjónin buðu Mörtu var kvöldverður á Fjöruborðinu á Stokkseyri þar sem Róbert Ólafsson stýrir eldhúsinu með myndarskap, að sögn Róberts var matseðillinn eftirfarandi: Humarsúpa í forréttm, Humarhalar að hætti hússins í aðalrétt og í desert voru heimabakaðar tertur og var öllu skolað niður með Skjálfta frá Ölvinsholti.
Á leið sinni út kom Martha við í eldhúsinu og falaðist eftir uppskriftinni að humrinum og bauð í leiðinni Róbert að koma til Bandaríkjanna í þátt sinn til að kenna þarlendum að elda humar, svo ánægð var hún með viðurgjörninginn á Stokkseyri.
Flott hjá ykkur á Fjöruborðinu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta