Frétt
Rjómabúið Erpsstaðir opnar skyrsýningu og skyrbar
Rjómabúið Erpsstaðir hefur nú í nokkur ár framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins. Núna er verið að leggja lokahönd á uppsetningu á sögusýningu, fræðslusetri og smakkbar á hinu hefðbundna íslenska skyri og verður formleg opnun 8. apríl.
Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Matís út frá hugmyndafræði ÉCONOMUSÉE® samtakanna, svokallaðra hagleikssmiðja.
Í fréttatilkynningu frá Matís kemur fram að hönnuðurinn Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er listrænn stjórnandi verkefnisins og fékk hún myndlistarmanninn Auði Lóu Guðnadóttur til liðs við sig við uppsetningu sýningarinnar.
Viðurkenning á gæðum og þekkingu
Við opnunina gengur Rjómabúið Erpsstaðir inn í alþjóðlegu samtökin ÉCONOMUSÉE® network. ÉCONOMUSÉE® network eru samtök handverksfyrirtækja sem viðurkennd eru fyrir gæði sín og sérstöðu, og opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð.
Um 80 handverksfyrirtæki í átta löndum eru nú aðilar að samtökunum. Á Íslandi höfum við kallað slík fyrirtæki hagleikssmiðjur og eru þjár aðrar fyrir hér á Íslandi:
- Sútunarverksmiðjan Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki
- Leir 7, leirverkstæði
- Smávinir tréskurður í Stykkishólmi
Markmið ÉCONOMUSÉE® Network er að halda í heiðri handverki og handverksþekkingu samhliða því að tryggja hagvöxt í dreifbýli.
Matís er fulltrúi ÉCONOMUSÉE® network á Íslandi. Verið velkomin á opnunarhátíð á Rjómabúinu Erpsstöðum þann 8. apríl frá kl. 13-17 og takið þátt í gleðinni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







