Markaðurinn
Risa Eitt Sett er lent í verslunum
Það er ekkert lát á góðum fréttum fyrir súkkulaðiunnendur og nú hefur Nói Síríus sett á markað Risa Eitt Sett með lakkrísbitum. Þessi nýjung hefur hlotið góðar móttökur og er nú fáanleg í öllum verslunum.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus segir það mikil gleðitíðindi að loksins sé Eitt Sett komið í stórt stykki.
„Stykkið samanstendur af rjómasúkkulaði og stórum lakkrís-bitum og hreinlega bráðnar í munni. Fyrr á árinu komum við með Eitt Sett í bitum og Eitt Sett páskaegg sem seldust meira en nokkur vara, viðtökur sem fóru fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Silja og bætir við:
„Við þurftum að endurskoða allar áætlanir vegna mikillar eftirspurnar. Í kjölfarið fórum við að skoða fleiri möguleika fyrir ólík tilefni og sú vinna skilaði meðal annars þessari vöru. Eftir að við höfðum þróað hið fullkomna hlutfall milli súkkulaðis og lakkríss ákváðum við að setja hana á markað og viðtökurnar hafa verið þannig að það lítur út fyrir að varan verði í vöruvali til frambúðar.“
Það er kannski ekki að undra góðar viðtökur því Eitt Sett hefur lengið verið eitt eftirlætis sælgæti þjóðarinnar. Það var fyrsta fjöldaframleidda sælgætið á Íslandi sem sameinaði lungamjúkan lakkrís og ljúffengt rjómasúkkulaði.
Nú fæst Eitt Sett í þremur útgáfum: Risa Eitt Sett súkkulaðistykkið, Eitt Sett bitar í endurlokanlegum pokum og svo auðvitað klassíska Síríuslengjan með lakkrísborðanum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?