Markaðurinn
Risa Eitt Sett er lent í verslunum
Það er ekkert lát á góðum fréttum fyrir súkkulaðiunnendur og nú hefur Nói Síríus sett á markað Risa Eitt Sett með lakkrísbitum. Þessi nýjung hefur hlotið góðar móttökur og er nú fáanleg í öllum verslunum.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus segir það mikil gleðitíðindi að loksins sé Eitt Sett komið í stórt stykki.
„Stykkið samanstendur af rjómasúkkulaði og stórum lakkrís-bitum og hreinlega bráðnar í munni. Fyrr á árinu komum við með Eitt Sett í bitum og Eitt Sett páskaegg sem seldust meira en nokkur vara, viðtökur sem fóru fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Silja og bætir við:
„Við þurftum að endurskoða allar áætlanir vegna mikillar eftirspurnar. Í kjölfarið fórum við að skoða fleiri möguleika fyrir ólík tilefni og sú vinna skilaði meðal annars þessari vöru. Eftir að við höfðum þróað hið fullkomna hlutfall milli súkkulaðis og lakkríss ákváðum við að setja hana á markað og viðtökurnar hafa verið þannig að það lítur út fyrir að varan verði í vöruvali til frambúðar.“
Það er kannski ekki að undra góðar viðtökur því Eitt Sett hefur lengið verið eitt eftirlætis sælgæti þjóðarinnar. Það var fyrsta fjöldaframleidda sælgætið á Íslandi sem sameinaði lungamjúkan lakkrís og ljúffengt rjómasúkkulaði.
Nú fæst Eitt Sett í þremur útgáfum: Risa Eitt Sett súkkulaðistykkið, Eitt Sett bitar í endurlokanlegum pokum og svo auðvitað klassíska Síríuslengjan með lakkrísborðanum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum