Markaðurinn
Risa Eitt Sett er lent í verslunum
Það er ekkert lát á góðum fréttum fyrir súkkulaðiunnendur og nú hefur Nói Síríus sett á markað Risa Eitt Sett með lakkrísbitum. Þessi nýjung hefur hlotið góðar móttökur og er nú fáanleg í öllum verslunum.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus segir það mikil gleðitíðindi að loksins sé Eitt Sett komið í stórt stykki.
„Stykkið samanstendur af rjómasúkkulaði og stórum lakkrís-bitum og hreinlega bráðnar í munni. Fyrr á árinu komum við með Eitt Sett í bitum og Eitt Sett páskaegg sem seldust meira en nokkur vara, viðtökur sem fóru fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Silja og bætir við:
„Við þurftum að endurskoða allar áætlanir vegna mikillar eftirspurnar. Í kjölfarið fórum við að skoða fleiri möguleika fyrir ólík tilefni og sú vinna skilaði meðal annars þessari vöru. Eftir að við höfðum þróað hið fullkomna hlutfall milli súkkulaðis og lakkríss ákváðum við að setja hana á markað og viðtökurnar hafa verið þannig að það lítur út fyrir að varan verði í vöruvali til frambúðar.“
Það er kannski ekki að undra góðar viðtökur því Eitt Sett hefur lengið verið eitt eftirlætis sælgæti þjóðarinnar. Það var fyrsta fjöldaframleidda sælgætið á Íslandi sem sameinaði lungamjúkan lakkrís og ljúffengt rjómasúkkulaði.
Nú fæst Eitt Sett í þremur útgáfum: Risa Eitt Sett súkkulaðistykkið, Eitt Sett bitar í endurlokanlegum pokum og svo auðvitað klassíska Síríuslengjan með lakkrísborðanum

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar