Vertu memm

Uncategorized

Rís bjórverksmiðja í Vestmannaeyjum í vor?

Birting:

þann

Í gangi er könnun á hagkvæmni þess að setja á stofn bjórverksmiðju í Vestmannaeyjum. Verði niðurstaðan jákvæð er stefnt að því að hefja starfsemi næsta vor og er gert ráð fyrir sex til átta störfum við verksmiðjuna, en þetta er greint frá á Suðurlandsvefnum Sudurland.is

Það er fyrirtækið 2B-Company á Selfossi sem þarna á hlut að máli en annar eigandi þess er Eyjamaðurinn Björgvin Rúnarsson. „Þetta er á frumstigi hjá okkur,“ sagði Björgvin. „Við erum að skoða þennan möguleika og láta reikna út hvort hagkvæmt sé að setja upp bjórverksmiðju í Eyjum. Við erum með fjársterka aðila á bak við okkur sem ég get ekki upplýst strax hverjir eru.

Okkur er full alvara og Vestmannaeyjar eru eini staðurinn sem kemur til greina hjá okkur. Þetta gæti skapað sex til átta störf og gangi allt upp byrjum við í vor og stefnum á að framleiða 1,5 milljón lítra á ári til að byrja með,“ sagði Björgvin.

 

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið