Markaðurinn
Rifinn ostur sem kryddar tilveruna – nýjar kryddaðar ostablöndur frá Mjólkursamsölunni
Mexíkósk og ítölsk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni og skal engan undra enda oft um að ræða einstaklega ljúffenga og bragðmikla rétti. MS hefur nú sett á markað tvær spennandi nýjungar sem munu án efa hitta í mark hjá þeim fjölmörgu sem vilja smá krydd í tilveruna í eldhúsinu.
Sterk ítölsk ostablanda er bragðsterkur rifinn ostur með ítölskum kryddjurtum, cayenne-pipar og chili sem setur punktinn yfir i-ið á pizzunni og lasanjanu. Mexíkósk ostablanda er bragðmikill rifinn ostur með mexíkóskri chilikryddblöndu sem hentar sérstaklega vel í tacos, tortilla vefjur, nachos og með kjúklingasúpunni. Báðir ostarnir henta svo að sjálfsögðu í alls kyns aðra matargerð og má þar nefna heita brauðrétti, pizzasnúða, pítur, salöt, grænmetisrétti og svona mætti lengi telja.
Ostarnir eru missterkir en til upplýsinga fyrir neytendur eru umbúðirnar merktar með logum til að tákna styrkleika þeirra, mexíkóska blandan er merkt með einum loga og sú ítalska tveimur.
Meðfylgjandi er brakandi ný uppskrift að tacos með mexíkóskri ostablöndu sem við hvetjum ykkur til að prófa. Fleiri uppskriftir er að finna á umbúðum ostanna og á gottimatinn.is
Tacos með kjúklingi og mexíkóskri ostablöndu
– fyrir fjóra
12 litlar vefjur
2-3 kjúklingabringur, kryddaðar eftir smekk
salsasósa eftir smekk
fersk salatblöð
kirsuberjatómatar
avocado
rautt ferskt chili
kóríander
mexíkósk ostablanda
- Grillið kjúklingabringur, hitið vefjur og skerið niður grænmeti.
- Raðið í vefjurnar og toppið með Mexíkóskri ostablöndu.
- Önnur aðferð er að setja ostinn fyrst á vefjurnar og hita í smá stund í ofni áður en kjúklingi og grænmeti er bætt við.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







