Markaðurinn
Reykt ýsuflök og hörpuskel á frábæru tilboði frá Djúpalóni
Djúpalón er lítil heildsala sem sérhæfir sig í lúxus sjávarafangi og þjónustar allt í senn stóreldhús, veitingastaði og fiskbúðir.
Djúpalón leggur mikla áherslu á persónulega, fljóta og góða þjónustu og aðgreinir sig þannig frá stærri aðilum. Í október er Djúpalón með tilboð af ljúffengum reyktum ýsuflökum og gómsætri hörpuskel.
Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara og hafið samband í síma 588-7900 til að fá nánari upplýsingar. Heimasíða: djupalon.is
Látum fylgja skemmtilega og ofur einfalda uppskrift af Reyk Ýsu plokkfiski sem tekin úr matreiðslubókinni “Einfalt með Kokkalandsliðinu”. Í uppskriftinni er mikið pláss fyrir sköpunargáfuna þ.e.a.s tilvalið að skipta út hráefnum eða bæta við eins og hentar.
Reyk ýsu plokkfiskur með blaðlauk
Aðeins fjögur hráefni! – Fyrir fjóra
- 600 g reykt ýsuflök (roð og beinlaus)
- 400 g kartöflur
- 1 peli matreiðslurjómi
- 1 blaðlaukur
Grunnbirgðir: Olía, salt & pipar
Sjóðið kartöflurnar. Skerið blaðlaukinn langsum og í bita og ýsuna í litla kubba. Setjið olíu í pott og eldið blaðlaukinn við vægan hita í um fimm mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur í gegn.
Bætið svo fiski og rjóma út í pottinn. Takið kartöflurnar heitar úr pottinum þegar fiskurinn er tilbúinn eða eftir um tíu mínútur. Stappið þær saman við fiskinn. Bragðbætið með salti og pipar.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024