Markaðurinn
Reykt ýsuflök og hörpuskel á frábæru tilboði frá Djúpalóni
Djúpalón er lítil heildsala sem sérhæfir sig í lúxus sjávarafangi og þjónustar allt í senn stóreldhús, veitingastaði og fiskbúðir.
Djúpalón leggur mikla áherslu á persónulega, fljóta og góða þjónustu og aðgreinir sig þannig frá stærri aðilum. Í október er Djúpalón með tilboð af ljúffengum reyktum ýsuflökum og gómsætri hörpuskel.
Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara og hafið samband í síma 588-7900 til að fá nánari upplýsingar. Heimasíða: djupalon.is
Látum fylgja skemmtilega og ofur einfalda uppskrift af Reyk Ýsu plokkfiski sem tekin úr matreiðslubókinni “Einfalt með Kokkalandsliðinu”. Í uppskriftinni er mikið pláss fyrir sköpunargáfuna þ.e.a.s tilvalið að skipta út hráefnum eða bæta við eins og hentar.
Reyk ýsu plokkfiskur með blaðlauk
Aðeins fjögur hráefni! – Fyrir fjóra
- 600 g reykt ýsuflök (roð og beinlaus)
- 400 g kartöflur
- 1 peli matreiðslurjómi
- 1 blaðlaukur
Grunnbirgðir: Olía, salt & pipar
Sjóðið kartöflurnar. Skerið blaðlaukinn langsum og í bita og ýsuna í litla kubba. Setjið olíu í pott og eldið blaðlaukinn við vægan hita í um fimm mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur í gegn.
Bætið svo fiski og rjóma út í pottinn. Takið kartöflurnar heitar úr pottinum þegar fiskurinn er tilbúinn eða eftir um tíu mínútur. Stappið þær saman við fiskinn. Bragðbætið með salti og pipar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit