Sigurður Már Guðjónsson
Reykjavíkurborg hafnar umsókn um að opna Hard Rock á jarðhæð Iðu – Uppfært
Reykjavíkurborg hefur hafnað umsókn um að opna veitingastað á jarðhæð Lækjargötu 2 en þar stóð til að opna veitingastað bandarísku keðjunnar Hard Rock. Í greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að hlutfall veitinga- og skemmtistaða á svæðinu er nú þegar yfir 50%. Er þó bent á að vinna sé hafin við almenna endurskoðun á starfsemiskvótum í miðborginni, að því er fram kemur á mbl.is.
Í greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að á svæðinu sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða á svæðinu 53%, sem er yfir 50% viðmiðinu.
„Það er því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði,“
segir í greinargerðinni.
Í lok desember var greint frá því á mbl.is að bókaversluninni Iðu í húsinu yrði lokað og veitingastaðurinn Hard Rock kæmi þar inn í staðinn. Iða var með óuppsegjanlegan leigusamning til næstu sex ára í húsinu og þurfti Hard Rock því að kaupa rekstur verslunarinnar.
Hard Rock hafði lengi sýnt mikinn áhuga á að opna aftur á Íslandi og fyrir nokkru tryggði fjárfestirinn og einn eigenda Domino’s Pizza, Birgir Þór Bieltvedt, sér leyfi fyrir staðnum hér á landi. Staðurinn var áður í Kringlunni en var lokað árið 2005.
Uppfært: 8. mars 2016 – Kl. 14:30
Á vef visir.is kemur fram að umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef visir.is með því að smella hér.
Mynd: hardrock.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins