Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Reykjavíkurborg hafnar umsókn um að opna Hard Rock á jarðhæð Iðu – Uppfært

Birting:

þann

Hard Rock

Reykja­vík­ur­borg hef­ur hafnað um­sókn um að opna veit­ingastað á jarðhæð Lækj­ar­götu 2 en þar stóð til að opna veit­ingastað banda­rísku keðjunn­ar Hard Rock. Í grein­ar­gerð um­hverf­is- og skipu­lagssviðs kem­ur fram að hlut­fall veit­inga- og skemmti­staða á svæðinu er nú þegar yfir 50%. Er þó bent á að vinna sé haf­in við al­menna end­ur­skoðun á starf­sem­is­k­vót­um í miðborg­inni, að því er fram kemur á mbl.is.

Iðuhúsið

Bóka­versl­un­in Iða var til húsa í Lækj­ar­götu 2 en var lokað um ára­mót­in
Mynd: skjáskot af google korti

Í grein­ar­gerð um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs kem­ur fram að á svæðinu sé hlut­fall veit­inga- og skemmti­staða á svæðinu 53%, sem er yfir 50% viðmiðinu.

„Það er því ekki hægt að heim­ila fleiri veit­ingastaði á jarðhæð götu­hliða á um­ræddu svæði,“

seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Í lok des­em­ber var greint frá því á mbl.is að bóka­versl­un­inni Iðu í hús­inu yrði lokað og veit­ingastaður­inn Hard Rock kæmi þar inn í staðinn. Iða var með óupp­segj­an­leg­an leigu­samn­ing til næstu sex ára í hús­inu og þurfti Hard Rock því að kaupa rekst­ur versl­un­ar­inn­ar.

Hard Rock hafði lengi sýnt mik­inn áhuga á að opna aft­ur á Íslandi og fyr­ir nokkru tryggði fjár­fest­ir­inn og einn eig­enda Dom­in­o’s Pizza, Birg­ir Þór Bielt­vedt, sér leyfi fyr­ir staðnum hér á landi. Staður­inn var áður í Kringl­unni en var lokað árið 2005.

Það var mbl.is sem greindi frá.

Uppfært: 8. mars 2016 – Kl. 14:30

Á vef visir.is kemur fram að umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef visir.is með því að smella hér.

Mynd: hardrock.com

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið