Freisting
Reykjavík skyndilega samkeppnisfær í verði ,eiginlega ómótstæðileg
Eins og ég sagði í pistlinum Fresh and wild um skrif Fionu Sims hjá Guardian að von væri á fleirum greinum um veitingastaði Íslands þá eru þær byrjaðar að detta inn og kemur hér greinin hennar Claire.
Hún byrjar greinina á að segja þessa hefðbundnu rullu um fólksfjölda, sjóinn, fjöllin, myrkrið, snjóinn og að það hafi verið svo dýrt að koma til landsins, en eftir bankahrunið hafi það skyndilega snúist við og nú sé ódýrast að vera ferðamaður á Ísland.
Hún segir að nú bjóðist að fljúga með Icelandair frá London eða Manchester fyrir 212 pund return eða með Iceland Express frá Stansted fyrir 138 pund return.
Hún nefnir 3 hótel í sinni umsögn en það eru Hótel Borg sem býður tveggja manna herbergi á 140 pund, Hotel Arnarhvoll tveggja manna herbergi á 73 pund og Hótel Cabin sem býður tveggja manna herbergi á 37 pund.
Þá er komið að hádegisverði og þar nefnir hún Icelandic Fish & Chips aðalréttir frá 5,60 pund og er hún hrifin af hollustu línunni sem sá staður kennir sig við, síðan fór hún á B5 í Bankastræti og mælir með hamborgurum og steikum, salötum og samlokum þar sem verð aðalrétta er frá 7 pund og að lokum fór hún á staðinn Á næstu grösum í hollustuna og þar byrjar verð á aðalréttum í 7 pundum.
Á kvöldin heimsótti hún meðal annars Panaroma restaurant með fransk-skandinaviska línu í mat, aðalréttir frá 19 pund. Hrifnari var hún af Einari Ben og fékk sér Gæsasúpu fylgt eftir með lunda, svartfugl og hreindýri og verð aðalrétta frá 17 pund og að lokum er það Fiskmarkaðurinn er einn sérstakasti staður til að borða á með glansandi Oriental innréttingu og hugmyndaríku austurlensku eldhúsi sem nýtir sér til fulls gæði sjávarfangs og lambs, aðalréttir frá 17,50 pund.
Nú kæru veitingamenn og eldhús snillingar nú er lag í svartnættinu inn með ferðamenn mikil vinna og hellingur af gjaldeyri kemur til landsins.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var