Frétt
Reykjavík Konsúlat hótel vinnur til verðlauna
Reykjavík Konsúlat hótel fékk þær frábæru fréttir nú í vikunni að það hefði unnið hin svokölluð STRONG verðlaun fyrir síðasta ársfjórðung 2021.
STRONG verðlaunin eru veitt innan hinnar risastóru Hilton keðju og var hið íslenska Reykjavík Konsúlat þar fremst meðal jafningja en innan Curio Collection by Hilton vörumerkisins eru 91 hótel.
STRONG verðlaun eru ákveðin mælikvarði á gæði og ánægju gesta en þau byggjast að mestu leyti á endurgjöf gesta sem dvalið hafa á hótelinu auk þess sem hótel þurfa að uppfylla ströng skilyrði er varða umhverfis og samfélagslega ábyrgð og Hilton Honors, sem er vildarklúbbur Hilton, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Brynhildur Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Reykjavík Konsúlat, er að vonum stolt af sínu fólki og þakklát fyrir það magnaða teymi sem hjá henni starfar.
„Þessi árangur er samhentu teymi hótelsins að þakka þar sem ástríðan fyrir því að gera dvöl gesta ógleymanlega er drifkrafturinn.“
Nýr veitingastaður hótelsins, Konsúlat Dining Room, spilar einnig hlutverk í þessum verðlaunum þar sem frönsk matarmenning og hágæða íslenskt hráefni eru borin á borð. Gestir borðstofu Konsúlsins hafa gefið staðnum sína hæstu einkunn.
„Það hefur verið ákveðin áskorun að opna veitingastað á þessum ófyrirsjáanlegu tímum og ótrúlega dýrmætt að svona vel hafi verið tekið á móti þessari viðbót í matarflóru borgarinnar. Emmanuel Bodinaud hefur boðið gestum upp á dýrindis rétti og leggur ótrúlegan metnað í að gera allt frá grunni,“
segir Brynhildur.
Reykjavík Konsúlat hótel, Curio Collection by Hilton, í Hafnarstrætinu er 50 herbergja hágæða hótel sem lætur lítið yfir sér að utan en tekur innilega utan um gesti og gangandi sem þangað koma. Húsið hefur sögulega tengingu við framfarasinnan Ditlev Thomsen, konsúl fyrir Þýskaland í Reykjavík og eiganda Thomsens Magasín. Thomsen var mikill frumkvöðull í bæði verslun, inn- og útflutningi á sínum tíma líkt og faðir hans, afi og alnafni sem stofnaði Thomsen Magasín upphaflega árið 1837.
Konsúll Thomsen sinnti ekki einungis verslunarrekstri og margvíslegum verkefnum á vegum hins opinbera, heldur var hann einnig einna fyrstur manna til að sinna ferðaþjónustu í bænum, en til þess notaðist hann m.a. við svokallaðan Thomsen bíl, sem hann flutti inn til landsins árið 1904 og var fyrsti bíllinn sem hingað barst.
Innanhússhönnun hótelsins hefur fallega skírskotun í sögu hússins, Konsúlsins og ferðamanna til landsins í upphafi 20. aldar og fram að seinni heimsstyrjöld.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð