Vertu memm

Uncategorized

Reyka vodka í Boston Legal

Birting:

þann

Denny Crane

Í nýjasta þætti hins vinsæla bandaríska sjónvarpsþáttar Boston Legal, sem sýndur var vestanhafs í þessari viku, er íslenska vodkað Reyka komið á barinn hjá lögfræðingnum Denny Crane sem leikinn er af William Shatner.

Crane fær sér gjarnan í glas í hverjum þætti eins og fleiri á lögmannsstofunni og þykir hann hafa úrvals smekk, en frá þessu er greint frá á fréttavef Dv.is.

Markaðsmenn segja að óbein auglýsing af þessu tagi sé mjög verðmæt. Raunar er hermt að það sé engin tilviljun hvað sjáist af mat og drykk og öðrum vörum í svona þáttum; á bak við það séu auglýsingasamningar. Það segir því mikið um Reyka að flöskunni sé stillt upp á þessum stað í þætti eins og Boston Legal.

Reyka vodka er framleitt í Borgarnesi og er vörumerkið í eigu skoska  fjölskyldufyrirtækisins William Grant & Sons, sem einnig framleiðir  Grant’s viský, Glenfiddich, Balvenie og fleiri tegundir.

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið