Uncategorized
Reyka vodka í Boston Legal
Í nýjasta þætti hins vinsæla bandaríska sjónvarpsþáttar Boston Legal, sem sýndur var vestanhafs í þessari viku, er íslenska vodkað Reyka komið á barinn hjá lögfræðingnum Denny Crane sem leikinn er af William Shatner.
Crane fær sér gjarnan í glas í hverjum þætti eins og fleiri á lögmannsstofunni og þykir hann hafa úrvals smekk, en frá þessu er greint frá á fréttavef Dv.is.
Markaðsmenn segja að óbein auglýsing af þessu tagi sé mjög verðmæt. Raunar er hermt að það sé engin tilviljun hvað sjáist af mat og drykk og öðrum vörum í svona þáttum; á bak við það séu auglýsingasamningar. Það segir því mikið um Reyka að flöskunni sé stillt upp á þessum stað í þætti eins og Boston Legal.
Reyka vodka er framleitt í Borgarnesi og er vörumerkið í eigu skoska fjölskyldufyrirtækisins William Grant & Sons, sem einnig framleiðir Grant’s viský, Glenfiddich, Balvenie og fleiri tegundir.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé