Markaðurinn
Rekstrarvörur og Bocuse d‘Or Akademía Íslands gera með sér samstarfssamning

Við borðið sitja Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Bocuse d‘Or keppandi og matreiðslumeistari, Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari og eigandi Brasserie Kársnes, Aðalbjörn Þorgeir Valsson, Sölu og þjónustustjóri Rekstrarvara og Sigurjón Emil Ingólfsson, HoReCa ráðgjafi RV.
RV vinnur með fremstu matreiðslumönnum landsins. Rekstrarvörur eru stolt að kynna áframhaldandi stuðning við Bocuse d‘Or Akademíu Íslands. RV styrkir Sindra Guðbrand Sigurðsson og teymið sem keppir fyrir hönd Íslands í Evrópudeild Bocuse d‘Or sem fer fram 19.-20.mars 2024 í Þrándheimi, Noregi.
Rekstrarvörur leggja sérstaka áherslu að veita heildarlausnir fyrir eldhús af öllum stærðum og gerðum. Ráðgjafar okkar eru ávallt reiðubúnir til að aðstoða, útbúa þrifaáætlanir og finna réttu lausnina af hágæða hreinlætis- og rekstrarvörum.
Íslenska teymið er öflugt með Sindra í forsvari en hann vann titilinn Kokkur ársins 2023, er liðsstjóri íslenska kokkalandsliðsins og stofnaði nýlega veisluþjónustuna Flóru með Sigurjóni Braga Geirssyni.
Sigurjón keppti fyrir hönd Íslands í Bocuse d‘Or árið 2023 og er þjálfari Sindra í ár. Hinrik Örn Halldórsson er aðstoðarmaður Sindra í keppninni og óskum við þeim allra besta gengis.
Það er mikill heiður að vera bakhjarl þeirra bestu á Íslandi með hreinlætis- og rekstrarvörum frá RV. Við verðum þeim til halds og trausts og hlakkar til að fylgjast með Sindra og teyminu í undirbúningnum og sjálfri keppninni í mars.
Áfram Ísland!

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn