Markaðurinn
Rekstrarvörur og Bocuse d‘Or Akademía Íslands gera með sér samstarfssamning
RV vinnur með fremstu matreiðslumönnum landsins. Rekstrarvörur eru stolt að kynna áframhaldandi stuðning við Bocuse d‘Or Akademíu Íslands. RV styrkir Sindra Guðbrand Sigurðsson og teymið sem keppir fyrir hönd Íslands í Evrópudeild Bocuse d‘Or sem fer fram 19.-20.mars 2024 í Þrándheimi, Noregi.
Rekstrarvörur leggja sérstaka áherslu að veita heildarlausnir fyrir eldhús af öllum stærðum og gerðum. Ráðgjafar okkar eru ávallt reiðubúnir til að aðstoða, útbúa þrifaáætlanir og finna réttu lausnina af hágæða hreinlætis- og rekstrarvörum.
Íslenska teymið er öflugt með Sindra í forsvari en hann vann titilinn Kokkur ársins 2023, er liðsstjóri íslenska kokkalandsliðsins og stofnaði nýlega veisluþjónustuna Flóru með Sigurjóni Braga Geirssyni.
Sigurjón keppti fyrir hönd Íslands í Bocuse d‘Or árið 2023 og er þjálfari Sindra í ár. Hinrik Örn Halldórsson er aðstoðarmaður Sindra í keppninni og óskum við þeim allra besta gengis.
Það er mikill heiður að vera bakhjarl þeirra bestu á Íslandi með hreinlætis- og rekstrarvörum frá RV. Við verðum þeim til halds og trausts og hlakkar til að fylgjast með Sindra og teyminu í undirbúningnum og sjálfri keppninni í mars.
Áfram Ísland!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin