Uppskriftir
Reglur Grillarans – Leynitrix grillmeistara
- Verið undirbúin og hafið gaman. Ekki er góð regla að setja kartöflurnar síðast eða brenna kjötið meðan sósan er löguð, því er mikilvægt að vera með allt tilbúið, til dæmis sósur lagaðar fyrr um daginn, kartöflur forsoðnar, eða nær full eldaðar þegar kjötið er sett á.
- Passið að það er til nóg gas aða kol þegar byrja á að grilla!
- For hitið grillið hvort sem kol eða gas er notað þarf hitinn að vera réttur þegar kjöt er sett á annars er meir líkur að allt brenni við eða soðni á grillinu.
- Verið með grill grindina hreina og burstið vel yfir áður enn byrjað er að grilla. Það er ekki gaman að vera borða leifar frá síðustu veislu
- Muna að pensla með olíu, gott er að nota rósmarin grein því hún brennur síður við en nælon pensil, líka er hægt að nudda smá beikon á grindina, því þá kemur gott bragð og síður festist við.
- Notið tangir eða spaða í stað kjötgaffals því ekki er gott að stinga kjötið svo safinn leki á kolin eða niðrá grillið.
- Penslið kryddlegi á síðast svo kjötið nái að grillast áður en kryddlögurinn brennur.
- Stórar steikur (kjúklingur) þarf að hlífa frá eldinum 2/3 að eldunar tímanum og svo brúna í endann, gott er að álbakka eða álpappír en munið að þið eruð að grilla enn ekki sjóða, því er mikilvægt að brúna kjötið í enda grilltímans.
- Munið að hvíla kjötið, það verður allt kjöt safaríkara ef það fær að jafna sig í nokkra mínútur.
- Passið grillið það þarf ekki nema nokkra mínútur til að brenna, góðan undirbúning og fallega steik, þetta er ekki tíminn til að fara í símann eða blanda kokteila, það á að vera tilbúið áður en byrjað er að grilla.
Það var Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður og grillmeistari með meiru sem tók saman.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni