Freisting
Rasmus, ja Rasmus, hann er gamal drongur
Haldnir voru Færeyskir dagar nú um helgina á Fjörukránni í Hafnarfirði, boðið var upp á mat og tónlist frá eyjunum undir leiðsögn kokksins Birgir Enni og tónlistamannanna Neil Joensen og Eyðun Ásason og voru gerð góð skil á báðum þessum þáttum í húsnæði sem var eiginlega klæðskerasaumað utan atburð sem þennan.
Á fimmtudagskvöldið var blaðamanni Freistingar.is boðið á kynningu á áðurnefndum dögum og var byrjað með fordrykk á Hótel Viking www.fjörukrain.is, þar sem veitingamaðurinn hélt smá tölu um tilurð þessara uppákomu og skellti salurinn uppúr þegar hann lauk orði sínu með því að segja Íslendingar væru enn velkomnir til Færeyja.
Þá færði hópurinn sig yfir á Fjörukránna í borðhaldið sem var eftirfarandi:
Forréttur
Reykt Öðuskel ,reyktur lax,grafinn lax og djúprækja á salatbeði
Aðalréttur
Lambaframfille með eplum og rótargrænmeti
Ábætir
Kaffi , kransakökubiti líkjör eða koníak
Allt hráefni í forréttinum kom frá Færeyjum og má geta þess að færeyska aðan er um helmingi stærri en sú íslenska sem og að Birgir Enni www.nordlysid.com kafaði sjálfur eftir skelinni og var hann gestum innan handar með upplýsingar um færeyskan mat og matarmenningu.
Aðalrétturinn var færeyskt lamb frá Suðureyjunum eldað að hætti eyjarskeggja og smakkaðist það mjög vel sem og forrétturinn.
Læt fylgja hér með matseðill dagana á færeysku og íslensku
Matseðil Matseðill
Forrættir Forréttir
- Fiskisúppa
– Sjávarréttarsúpa - Öðuskel v/ rækjum og hvitleyksdressing
– Öðuskel með rækjum og hvítlauksdressingu - Gravad og royktur laksur v/ asparagus og piparrótarsós
– Grafinn og reyktur Lax með spregli og piparrótarsósu - Skerpikjöt og skinsakjöt v/ breyði og snaps
– Skerpukjöt og saltað kjöt með brauði og snafs
Hövuðsrættir Aðalréttir
- Fiska-fantasia ( bl fiskrætter )
– Blandaðir Sjávarréttir - Steiktur og marineraður laksur v/ ris og fennel
– Marineraður og steiktur lax með hrísgrjónum og Fenniku - Steikt Tvöst v/ smörsteitum leyki
– Steiktur Hvalur með smjörsteiktum lauk - Suðuroyar lambasteik v/ eplum og grönsaskir
– Suðureyjar Lambasteik með eplum og grænmeti - Steikt Lomviga v/ beikon
– Steiktur Svartfugl með beikon
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast