Markaðurinn
Pylsur úr þorski – Logi: „…bragðaðist alveg dásamlega“

Sala á fiskipylsunum hófst í gær hjá Hafinu fiskverslun og er verðið á pakkanum 500 krónur fyrir 5 stk. af vínarpylsum.
Hafið fiskverslun hefur hafið sölu á fiskipylsum, en pylsurnar eru unnar eins og hefðbundnar vínarpylsur.
Hér er án efa góð viðbót í íslenskri skyndibitaflóru.
Fiskipylsurnar eru hitaðar upp fyrir neyslu, líkt og venjulegar pylsur, en þykja einnig mjög góðar á grillið eða djúpsteiktar:
„Við fengum okkur djúpsteiktar pylsur með tómatsósu, dijon sinnepi og steiktum lauk í hádeginu í vinnunni og það bragðaðist alveg dásamlega“
Sagði Logi Brynjarsson matreiðslumeistari og framleiðslustjóri Hafsins í samtali við veitingageirinn.is.
Um Fiskipylsurnar
Byrjað er á að útbúa bindifars með sér sérblönduðu kyddi og repju olíu sem er bundið saman við farsið til að gera pylsurnar silkimjúkar.
Að lokum er bætt í farsið hreinu þorsk-hakki fyrir ögn grófari áferð og stífri kókosfeiti til að pylsurnar séu eins safaríkar og hægt er.
Í pylsunum er einungis hreinn fiskur og íblöndunarefni unnið úr plönturíkinu, því hentugar fyrir þá sem kjósa að neyta ekki kjötmeti en einnig fyrir alla aðra.
Pylsurnar innihalda EKKI egg, hveiti eða mjólk en einu ofnæmisvaldar í pylsunum eru sinnep, sellerí og soja.
Farsinu er síðan sprautað í kolagen garnir, léttreyktar og soðnar því þarf einungis að hita fyrir neyslu.
Sjá nánari vörulýsingu á pylsunum hér.
Myndir: aðsendar

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins