Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Primo opnar á þingholtsstræti þar sem Caruso var áður til húsa
Haukur Víðisson matreiðslumeistari hefur selt nafnið Primo, heimasíðuna og facebook síðuna, en þetta staðfesti Haukur í samtali við veitingageirinn.is. Veitingahúsið Primo var staðsett við Grensásveg 10, en Haukur lokaði staðnum í nóvember s.l.
Nýir rekstraraðilar eru nú þegar byrjaðir að breyta facebook síðu Primo. Þar er komið nýtt heimilisfang, þingholtsstræti 1, þar sem Caruso var áður til húsa.
Uppfært 20:37
Fréttatilkynning var birt á facebook síðu Primo, en þar segir:
Primo Ristorante opnar á nýjum stað!
Það eru spennandi tímar framundan á Primo. Opnum bráðlega aftur að Þingholtsstræti 1 í 101 Reykjavík (þar sem áður var Caruso). Endurbættur og uppfærður ítalskur veitingastaður, byggður á góðum grunni.
Mynd: Skjáskot af facebook síðu Primo

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn