Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Primo opnar á þingholtsstræti þar sem Caruso var áður til húsa

Birting:

þann

Skjáskot af facebook síðu Primo þar sem sjá má að breytingar eru þegar hafnar.

Skjáskot af facebook síðu Primo þar sem sjá má að breytingar eru þegar hafnar.

Haukur Víðisson matreiðslumeistari hefur selt nafnið Primo, heimasíðuna og facebook síðuna, en þetta staðfesti Haukur í samtali við veitingageirinn.is. Veitingahúsið Primo var staðsett við Grensásveg 10, en Haukur lokaði staðnum í nóvember s.l.

Nýir rekstraraðilar eru nú þegar byrjaðir að breyta facebook síðu Primo. Þar er komið nýtt heimilisfang, þingholtsstræti 1, þar sem Caruso var áður til húsa.

Uppfært 20:37
Fréttatilkynning var birt á facebook síðu Primo, en þar segir:

Primo Ristorante opnar á nýjum stað!
Það eru spennandi tímar framundan á Primo. Opnum bráðlega aftur að Þingholtsstræti 1 í 101 Reykjavík (þar sem áður var Caruso).  Endurbættur og uppfærður ítalskur veitingastaður, byggður á góðum grunni.

 

Mynd: Skjáskot af facebook síðu Primo

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið