Frétt
Pop-Up Dinner með Fanney Dóru og Katrínu Björk
Árið 1987 hittust tvær litlar 6 ára stelpur á Costa Del Sol, önnur var í tjullpilsi og hin í hula-strápilsi. Í dag, 31 ári seinna, sportar önnur þeirra kokkajakka á virtustu veitingastöðum Íslands og hin var að gefa út matreiðslubók í Bandaríkjunum.
Föstudaginn 30. nóvember næstkomandi ætla þær Fanney Dóra, kokkur og landsliðskona og Katrín Björk, höfundur matreiðslubókarinnar ‘From The North’ og konan á bakvið hið vinsæla blogg Modern Wifestyle að sameina krafta sína á ný.
Í samvinnu við Óla bruggmeistara í Ægi brugghúsi, ætla þær vinkonurnar að slá upp Pop-Up kvöldverði í Ægisgarði. Boðið verður uppá 5 rétta matseðil sem er bæði byggður á uppskriftum úr matreiðslubók Katrínar og hugmyndaauðgi Fanney Dóru. Hver réttur verður svo að sjálfsögðu paraður við spennandi og svalandi bjór frá Ægi Brugghúsi.
Kaffibrennslan Kvörn verður með ilmandi og nýmalað kaffi til sölu eftir matinn og hver veit nema hægt verði að gæða sér á æriss eða nýstárlegum kaffikokteil?
Þetta er einstakur viðburður með aðeins 60 sæti til sölu. Verð: 12.500,-. Bókanir á netfangið: [email protected]
Við borðapantanir er beðið um greiðslukortanúmer. 50% af fullu verði verður dregið af kortinu ef þú afbókar eftir 28. nóvember eða ef þú gleymir að mæta.
Þú getur einnig gengið frá jólagjafakaupunum sama kvöld þar sem Katrín mun selja áritaðar bækur á staðnum á 4000 kr stk.
Vinsamlega athugið að Fanney og Katrína geta því miður ekki mætt sérþörfum varðandi mataræði, ofnæmi eða slíkt.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana