Frétt
Pop-Up Dinner með Fanney Dóru og Katrínu Björk
Árið 1987 hittust tvær litlar 6 ára stelpur á Costa Del Sol, önnur var í tjullpilsi og hin í hula-strápilsi. Í dag, 31 ári seinna, sportar önnur þeirra kokkajakka á virtustu veitingastöðum Íslands og hin var að gefa út matreiðslubók í Bandaríkjunum.
Föstudaginn 30. nóvember næstkomandi ætla þær Fanney Dóra, kokkur og landsliðskona og Katrín Björk, höfundur matreiðslubókarinnar ‘From The North’ og konan á bakvið hið vinsæla blogg Modern Wifestyle að sameina krafta sína á ný.
Í samvinnu við Óla bruggmeistara í Ægi brugghúsi, ætla þær vinkonurnar að slá upp Pop-Up kvöldverði í Ægisgarði. Boðið verður uppá 5 rétta matseðil sem er bæði byggður á uppskriftum úr matreiðslubók Katrínar og hugmyndaauðgi Fanney Dóru. Hver réttur verður svo að sjálfsögðu paraður við spennandi og svalandi bjór frá Ægi Brugghúsi.
Kaffibrennslan Kvörn verður með ilmandi og nýmalað kaffi til sölu eftir matinn og hver veit nema hægt verði að gæða sér á æriss eða nýstárlegum kaffikokteil?
Þetta er einstakur viðburður með aðeins 60 sæti til sölu. Verð: 12.500,-. Bókanir á netfangið: [email protected]
Við borðapantanir er beðið um greiðslukortanúmer. 50% af fullu verði verður dregið af kortinu ef þú afbókar eftir 28. nóvember eða ef þú gleymir að mæta.
Þú getur einnig gengið frá jólagjafakaupunum sama kvöld þar sem Katrín mun selja áritaðar bækur á staðnum á 4000 kr stk.
Vinsamlega athugið að Fanney og Katrína geta því miður ekki mætt sérþörfum varðandi mataræði, ofnæmi eða slíkt.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin