Markaðurinn
Plast er ekki alltaf drasl
Koziol Superglas er glasalína sem kynnt var til sögunnar í byrjun árs 2018 og hefur vakið mikinn áhuga þeirra sem bjóða drykki eða fljótandi hressingu, í umhverfi þar sem glerbrot eru erfið viðfangs.
Þessi glös henta fyrirtækjum sem leggja mikið uppúr útliti og gæðum sem hluta af heildarímynd og þar sem umhverfisþátturinn skiptir miklu máli.
Koziol Superglas glasalínan er framleidd hjá Koziol í Odenwald í Þýskalandi.
Framleiðslan er hátæknivædd og lýtur ítrustu kröfum um umhverfisvernd. Superglas er hágæða plastefni sem Koziol þróaði í samvinnu við BASF . Plastefniefni sem endist lengi og þolir mikið álag án þess að láta á sjá.
Koziol Superglas einangrar 4x betur en gler og því haldast drykkir töluvert lengur heitir eða kaldir.
Plastefnið er 100% endurvinnanlegt.
Glösin eru nánast óbrjótanleg og rispast ekki auðveldlega við eðlilega notkun.
Glösin mega fara í uppþvottavél.
Koziol Superglas glösin henta því vel þar sem útlit og gæði skipta máli en glerbrot geta verið vandamál.
Nánari upplýsingar:
Lifa ehf
Köllunarklettsvegur 4
104 Reykjavík
[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé