Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Plan B Burger er nýr “smassborgara” veitingastaður við Suðurlandsbraut 4
Veitingastaðurinn Plan B Burger er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni.
Staðurinn er í svokölluðum “diner” stíl, en þar verður á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.
Óskar er alls ekki nýgræðingur þegar það kemur að hamborgaragerð, en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy´s í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.
Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægissíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að renna á önnur mið þar sem að hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum.
Hugmyndafræði Óskars er einföld þegar það kemur að rekstrinum. Einfaldur matseðill, topp hráefni og gott verð.
Blásið verður til opnunargleði um helgina, en þá verður hamborgari að eigin vali ásamt gosi og frönskum á 1500 krónur.
Heimasíða: www.planbburger.is
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro