Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Plan B Burger er nýr “smassborgara” veitingastaður við Suðurlandsbraut 4

Birting:

þann

Plan B Burger - Smassborgari

Feðgarnir Óskar Kristjánsson og Kristján Óskarsson

Veitingastaðurinn Plan B Burger er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni.

Staðurinn er í svokölluðum “diner” stíl, en þar verður á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.

Plan B Burger - Smassborgari

Óskar er alls ekki nýgræðingur þegar það kemur að hamborgaragerð, en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy´s í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.

Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægissíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að renna á önnur mið þar sem að hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum.

Hugmyndafræði Óskars er einföld þegar það kemur að rekstrinum. Einfaldur matseðill, topp hráefni og gott verð.

Plan B Burger - Smassborgari

Plan B Burger - Smassborgari

Blásið verður til opnunargleði um helgina, en þá verður hamborgari að eigin vali ásamt gosi og frönskum á 1500 krónur.

Heimasíða: www.planbburger.is

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið