Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Plan B Burger er nýr “smassborgara” veitingastaður við Suðurlandsbraut 4
Veitingastaðurinn Plan B Burger er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni.
Staðurinn er í svokölluðum “diner” stíl, en þar verður á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.
Óskar er alls ekki nýgræðingur þegar það kemur að hamborgaragerð, en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy´s í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.
Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægissíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að renna á önnur mið þar sem að hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum.
Hugmyndafræði Óskars er einföld þegar það kemur að rekstrinum. Einfaldur matseðill, topp hráefni og gott verð.
Blásið verður til opnunargleði um helgina, en þá verður hamborgari að eigin vali ásamt gosi og frönskum á 1500 krónur.
Heimasíða: www.planbburger.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla