Uppskriftir
Pizzusnúðar
Ca. 16 stykki
Deig:
10 gr ger
125 ml volgt vatn
1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía
200 gr hveiti
Fylling:
70 gr tómatmauk
1 fínt saxaður hvítlauksgeiri
1 tsk þurrkað oregano
1/2 tsk salt
örl. pipar
200 gr rifinn mossarella-ostur
Aðferð:
Hnoðið saman deigið í sprungulausa kúlu og látið hefast undir stykki, á volgum stað í 45 mínútur. Fletjið út í c.a. 35×35 cm ferning. Blandið fyllingunni saman og smyrjið jafnt á deigið.
Stráið um 175 grömmum af ostinum yfir og vefjið upp í rúllu.
Skerið í 16 jafna snúða og komið fyrir á bökunarplötu. Best að hafa bökunarpappír undir. Látið hefast aftur í 30 mínútur og stráið síðan rest af osti á snúðana.
Bakið í 15 mínútur við 200 gráðu hita.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






