Markaðurinn
Piparköku jólaís með rjómaosti, pekanhnetum og karamellu – Hátíðarís sem krakkarnir elska
Um 2 lítrar, undirbúningur 20 mínútur
Innihald
Botn:
280 g piparkökur
80 g smjör
Jólaís:
5 eggjarauður
70 g sykur
170 g púðursykur
350 g rjómaostur, þessi nýi og mjúki
3 tsk. vanilludropar
500 ml rjómi
200 g dökkt súkkulaði
100 g pekanhnetur
100 g karamellusósa
Toppur
500 ml rjómi
Piparkökur
Pekanhnetur
Karamellusósa
Aðferð
- Hakkið piparkökur gróflega í matvinnsluvél, bræðið smjör og hrærið saman við piparkökurnar þar til allt hefur blandast vel saman.
- Setjið smjörpappír í hringlaga smelluform, ca 20-24 cm að stærð og þrýstið piparkökunum í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn af glasi til þess að þrýsta þeim vel niður og upp á kantana. Setjið formið í frysti á meðan þið undirbúið ísinn.
- Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
- Setjið púðursykur saman við og hrærið með sleif þar til hann hefur blandast vel saman við.
- Hrærið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og sléttur, bætið við vanilludropum og blandið rjómaostinum saman við með sleif.
- Þeytið rjóma þar til hann er alveg að verða stífur og blandið honum saman við með sleif. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Saxið niður súkkulaði og pekanhnetur og blandið saman við.
- Hellið ísblöndunni yfir piparkökubotninn.
- Hellið Karamellunni saman við ísinn. Takið hníf og snúið honum í hringi þar til karamellan hefur náð að blandast saman við ísinn. Passið ykkur þó á því að setja hnífinn ekki í botninn á ísnum.
- Frystið í að lágmarki 5 klst.
Toppur
- Þeytið rjóma, setjið hann í rjómasprautupoka með þeim stút sem þið kjósið, ég notaði hringlaga stút. Einnig er hægt að klippa gat á endann á pokanum og sprauta þannig ofan á ísinn.
- Skreytið ísinn að vild með rjómanum.
- Saxið niður pekanhnetur og dreifið yfir rjómann.
- Skreytið t.d. piparkökur og setjið ofan á rjómann ásamt karamellusósu.
- Karamellusósan má vera íssósa keypt út úr búð, önnur karamellusósa eða heimagerð.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya









