Markaðurinn
Peter F. Heering Classic Kokteilkeppni – Langar þig að taka þátt í klassískri áskorun?
Peter F. Heering Classic er alþjóðleg kokteilkeppni sem haldin er árlega. Keppnin fer fram í fjórum hlutum. Tíu keppendur eru valdir áfram til að keppa til undanúrslita á London Cocktail Week í október og þar af fimm sem komast áfram og keppa til úrslita.
Hvernig á að taka þátt?
Veldu klassískan kokteil og búðu til þitt eigið tvist á hann (kokteillinn verður að innihalda Cherry Heering). Taktu mynd og sendu ásamt uppskrift á classics.heering.com/2016 frá 18. apríl til 22. maí.
Í júní er einn vinningshafi valin frá hverju landi. Í ágúst eru svo tíu úr þeim hópi valdir áfram til að keppa til undanúrslita í byrjun október á London Cocktail Week. Úr þeim tíu manna hópi eru fimm sem komast áfram og keppa í úrslitum þann 6. október. Vinningshafinn hlýtur €500, Stelton hristara og alþjóðlega kynningu og umfjöllun.
Peter F. Heering greiðir flug og gistingu fyrir þá tíu keppendur sem valdir eru til að keppa í undanúrslitum í London í október.

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí