Markaðurinn
Peter F. Heering Classic Kokteilkeppni – Langar þig að taka þátt í klassískri áskorun?
Peter F. Heering Classic er alþjóðleg kokteilkeppni sem haldin er árlega. Keppnin fer fram í fjórum hlutum. Tíu keppendur eru valdir áfram til að keppa til undanúrslita á London Cocktail Week í október og þar af fimm sem komast áfram og keppa til úrslita.
Hvernig á að taka þátt?
Veldu klassískan kokteil og búðu til þitt eigið tvist á hann (kokteillinn verður að innihalda Cherry Heering). Taktu mynd og sendu ásamt uppskrift á classics.heering.com/2016 frá 18. apríl til 22. maí.
Í júní er einn vinningshafi valin frá hverju landi. Í ágúst eru svo tíu úr þeim hópi valdir áfram til að keppa til undanúrslita í byrjun október á London Cocktail Week. Úr þeim tíu manna hópi eru fimm sem komast áfram og keppa í úrslitum þann 6. október. Vinningshafinn hlýtur €500, Stelton hristara og alþjóðlega kynningu og umfjöllun.
Peter F. Heering greiðir flug og gistingu fyrir þá tíu keppendur sem valdir eru til að keppa í undanúrslitum í London í október.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni24 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka