Vertu memm

Freisting

Paustian bageri, ein sort og ekki meir

Birting:

þann

Á Store kongsgade, steinsnar frá Kongens nytorv stendur bakarí sem selur brauð, bara brauð og bara eina tegund af brauði. Bakaríið stendur á mikilli verslunargötu og er hálf falið innan um tískubúðir og kaffihús.

Þegar inn er komið stendur borð á miðju gólfi hlaðið nýbökuðu brauði í annars tómlegu og hráu herbergi og kostar hlefurinn 30 krónur danskar, en brauð í hefðbundnu bakaríi kostar um 20-25 kr.

Það er Bo Bech yfirkokkur og eigandi Paustian, sem er einnar-michelinstjörnu staður í N-Kaupmannahöfn, sem opnaði þetta bakarí í apríl sem er lítið útibú frá Paustian. Þar selur hann einungis súrdeigsbrauð sem hann hefur þróað með sér í nokkur ár.

Gott súrdeigsbrauð er ekki flókið að gera en þarfnast töluverðar athygli og umhyggju.

Hjá Paustian-bakarínu er brauðið látið hefast og súrna í 4 daga áður en það er bakað í steinofni, það gefur brauðinu sitt sérstaka bragð, áferð og karakter.

Sannlega má segja að dekrið og umstangið skili sér, því brauðin eru vinsæl og alveg þrælgóð.

Heimasíða Paustian bageri:  http://bageri.bobech.net/

/Ragnar

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið