Freisting
Paustian bageri, ein sort og ekki meir
Á Store kongsgade, steinsnar frá Kongens nytorv stendur bakarí sem selur brauð, bara brauð og bara eina tegund af brauði. Bakaríið stendur á mikilli verslunargötu og er hálf falið innan um tískubúðir og kaffihús.
Þegar inn er komið stendur borð á miðju gólfi hlaðið nýbökuðu brauði í annars tómlegu og hráu herbergi og kostar hlefurinn 30 krónur danskar, en brauð í hefðbundnu bakaríi kostar um 20-25 kr.
Það er Bo Bech yfirkokkur og eigandi Paustian, sem er einnar-michelinstjörnu staður í N-Kaupmannahöfn, sem opnaði þetta bakarí í apríl sem er lítið útibú frá Paustian. Þar selur hann einungis súrdeigsbrauð sem hann hefur þróað með sér í nokkur ár.
Gott súrdeigsbrauð er ekki flókið að gera en þarfnast töluverðar athygli og umhyggju.
Hjá Paustian-bakarínu er brauðið látið hefast og súrna í 4 daga áður en það er bakað í steinofni, það gefur brauðinu sitt sérstaka bragð, áferð og karakter.
Sannlega má segja að dekrið og umstangið skili sér, því brauðin eru vinsæl og alveg þrælgóð.
Heimasíða Paustian bageri: http://bageri.bobech.net/
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?