Freisting
Paustian bageri, ein sort og ekki meir
Á Store kongsgade, steinsnar frá Kongens nytorv stendur bakarí sem selur brauð, bara brauð og bara eina tegund af brauði. Bakaríið stendur á mikilli verslunargötu og er hálf falið innan um tískubúðir og kaffihús.
Þegar inn er komið stendur borð á miðju gólfi hlaðið nýbökuðu brauði í annars tómlegu og hráu herbergi og kostar hlefurinn 30 krónur danskar, en brauð í hefðbundnu bakaríi kostar um 20-25 kr.
Það er Bo Bech yfirkokkur og eigandi Paustian, sem er einnar-michelinstjörnu staður í N-Kaupmannahöfn, sem opnaði þetta bakarí í apríl sem er lítið útibú frá Paustian. Þar selur hann einungis súrdeigsbrauð sem hann hefur þróað með sér í nokkur ár.
Gott súrdeigsbrauð er ekki flókið að gera en þarfnast töluverðar athygli og umhyggju.
Hjá Paustian-bakarínu er brauðið látið hefast og súrna í 4 daga áður en það er bakað í steinofni, það gefur brauðinu sitt sérstaka bragð, áferð og karakter.
Sannlega má segja að dekrið og umstangið skili sér, því brauðin eru vinsæl og alveg þrælgóð.
Heimasíða Paustian bageri: http://bageri.bobech.net/
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025