Nemendur & nemakeppni
Paté gerð hjá matreiðslunemum í þriðja bekk – Myndir
Á þessari önn er þriðji bekkkur í matreiðslu kenndur í annað skipti í VMA. Í desember 2018 lauk fyrsti hópurinn matreiðslunámi frá VMA og í vor lýkur annar hópurinn námi sínu frá VMA og tekur sveinspróf.
Átta nemendur eru í þriðja bekk á þessari önn, sex þeirra luku öðrum bekk vorið 2018 en tveir nemendanna luku honum í desember sl.
Auk verklegra tíma þar sem nemendur vinna undir handleiðslu Theódórs Sölva Haraldssonar matreiðslumeistara eru þeir í bóklegum áföngum í fagfræði og matseðlafræði, sem Theódór kennir, áfanga þar sem fjallað er um eftirrétti, sem Ari Hallgrímsson kennir, og áfanga um vínfræði, sem Edda Björk Kristinsdóttir kennir.
Í verklegu tímunum er bæði farið í heita rétti og kalda, eins og á fyrri stigum matreiðslunámsins, en þegar komið er í þriðja bekkinn er meiri áhersla á heitu réttina. Þegar litið var inn í verklegan tíma hjá matreiðslunemum í þriðja bekk í gær voru þeir að vinna forvitnilegt paté. Í nokkrum tímum er nemendum skipt í hópa og í hlut hópstjóra kemur að verkstýra og leggja línur með matseðil út frá því hráefni sem vinna skal úr.
Theódór segir að námið sé fyrst og fremst víðtæk þjálfun í ótal mörgum hlutum þar sem byggt er ofan á þá þekkingu sem nemendur hafa aflað sér á fyrri stigum námsins og á vinnustað, því allir eru þessir nemendur annað hvort að vinna í hlutastarfi með náminu eða hafa starfað áður á veitingastöðum. Theódór segir að í náminu sé tekið mið af því að nemendur fara í sveinspróf í maí og því er allt kapp lagt á að þeir verði sem allra best búnir undir það.
Myndir: vma.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða