19febAllan daginn21Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í StavangerEftir
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar. Hátíðin er
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar.
Hátíðin er í tengslum við Food & Fun og fer fram dagana 19. og 21. febrúar 2025 og er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin í Stavanger.
19.02.2025 - 21.02.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
21febAllan daginn22Fanney Dóra Sigurjónsdóttir gestakokkur á NielsenEftir
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir verður gestakokkur á Nielsen dagana 21. og 22.febrúar. Fanney hefur á síðstu árum starfað mikið með íslenska kokkalandsliðinu, á mörgum flottustu veitingastöðum Reykjavíkur auk þess sem hún
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir verður gestakokkur á Nielsen dagana 21. og 22.febrúar. Fanney hefur á síðstu árum starfað mikið með íslenska kokkalandsliðinu, á mörgum flottustu veitingastöðum Reykjavíkur auk þess sem hún vann um tíma á veitingastað hjá Jamie Oliver í Bretlandi.
Hún opnaði veitingastaðinn Hnoss í Hörpu við góðar undirtektir árið 2021 og þeysir nú yfir landið þvert og endilangt til að elda ofan í matgæðinga landsins.
Bókaðu borð á www.nielsenrestaurant.is
Meira
21.02.2025 - 22.02.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
21feb17:0019:30Vörukynning og smakk KampavínsfjelagsinsEftir
Kampavínsfélagið verður með kynningu og smakk á vínum þann 21. febrúar á Parliament hóteli – gengið inn að aftan frá Nasa. Kampavínsfjelagið flytur inn vín frá Frakklandi, Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu, sake
Kampavínsfélagið verður með kynningu og smakk á vínum þann 21. febrúar á Parliament hóteli – gengið inn að aftan frá Nasa.
Kampavínsfjelagið flytur inn vín frá Frakklandi, Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu, sake frá Japan og mun bæta við úrvalið, þar á meðal áfyllingum á vínum frá Olivier Leflaive, Les Parceillaires de Saulx og Domaine Belleville frá Burgundy.
Á staðnum verður hægt að smakka vín frá eftirfarandi framleiðendum:
Philipponnat
Charles Heidsieck
Piper-Heidsieck
Pierre Gimonnet
Leclerc Briant
Elio Grasso
Koehler-Ruprecht
Loimer
Sattlerhof
Wieninger
F.X. Pichler
Matsumatsukasa
Kuheji
Yfir 30 vín verða á boðstólnum og miðaverðið er 3.900 kr og greitt er við hurð.
Einnig mun Hjá Jóni bjóða upp á góð kjör í kvöldverði fyrir alla sem mæta.
Meira
21.02.2025 17:00 - 19:30(GMT+00:00)
25feb20:0023:45Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?Eftir
Barþjónaklúbbur Íslands og Jungle Cocktail Bar sameinast í að halda einstakan viðburð fyrir kokteiláhugafólk – Espresso Martini Turbo White T-Shirt Speed Round Competition! Þessi spennandi keppni fer fram 25. febrúar kl.
Barþjónaklúbbur Íslands og Jungle Cocktail Bar sameinast í að halda einstakan viðburð fyrir kokteiláhugafólk – Espresso Martini Turbo White T-Shirt Speed Round Competition!
Þessi spennandi keppni fer fram 25. febrúar kl. 20:00 í hjarta borgarinnar á Jungle Cocktail Bar.
Keppnin snýst um hraða, nákvæmni og snyrtimennsku þegar barþjónar keppast við að útbúa fjóra Espresso Martini kokteila á sem skemmstum tíma. Það er þó ekki nóg að vera fljótur – keppendur verða að sýna snerpu og fagmennsku, þar sem mínusstig verða gefin fyrir óþarfa óhreinindi og alla bletti sem koma á hinn opinbera hvíta keppnisbol, sem hver keppandi klæðist í keppninni.
Einungis verður notast við Kahlua og Finlandia vodka til að tryggja fullkomnu Espresso Martini. Sá eða sú sem afgreiðir fjóra fullkomna kokteila á sem stystum tíma stendur uppi sem sigurvegari keppninnar.
Þessi viðburður verður bæði spennandi og skemmtilegur, þar sem barþjónar fá einstakt tækifæri til að sýna hæfileika sína í nýstárlegri keppni. Ef þú vilt fylgjast með bestu barþjónum landsins keppa í hraða og fimi, þá er Jungle Cocktail Bar staðurinn til að vera á 25. febrúar!
Skráning í keppnina er þegar hafin og hægt er að tryggja sér pláss með því að skrá sig í gegnum þessa skráningarsíðu.
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
Bartendersclub of Iceland and Jungle Cocktail bar present: Espresso Martini Turbo White T-Shirt Speed Round Competition!
Join us at Jungla Bar for an exciting competition where your cocktail making skills will be put to the test!
Shake up your best Espresso Martini in record time using Kahlua and Finlandia and show us you’re the fastest and the most cleanest!
This is a speed competition, and the person who is fastest at making 4 Espresso Martinis will be the winner! Penalty points will be given for unnecessary messiness and any spills that end up on the competitor’s shirt.
Each competitor will receive a WHITE competition shirt to wear!
When: February 25th at 8:00 PM
Where: Jungle Cocktail Bar
Registration HERE
Mynd: úr safni
Meira
25.02.2025 20:00 - 23:45(GMT+00:00)
27febAllan daginnGraham’s Blend Series Kokteil keppni 2025Eftir
Keppnin Graham’s Blend Series Cocktail Competition verður haldin 27. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar hér.
Keppnin Graham’s Blend Series Cocktail Competition verður haldin 27. febrúar næstkomandi.
27.02.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
08mar(mar 8)11:0009(mar 9)17:00Vetrarmatarmarkaður Íslands haldin á jarðhæð í HörpuEftir
Helgina 8. og 9. mars verður Vetrarmatarmarkaður Íslands haldin á jarðhæð í Hörpu. Opið frá kl. 11:00 til 17:00 báða daga og frítt inn. Matarhetjur Íslands koma saman með sætt, seigt
Helgina 8. og 9. mars verður Vetrarmatarmarkaður Íslands haldin á jarðhæð í Hörpu. Opið frá kl. 11:00 til 17:00 báða daga og frítt inn.
Matarhetjur Íslands koma saman með sætt, seigt og safaríkt. Vopnuð ástríðu fyrir matnum og ferlinu. Einkunarorð Matarmarkaðar Íslands eru upplifun, uppruni og umhyggja.
Öll velkomin og endilega takið börn – næstu kynslóð neytenda- með og kynnið þau fyrir einstakri stemningu á Matarmarkaði Íslands. Matur er manns gaman.
08.03.2025 11:00 - 09.03.2025 17:00(GMT+00:00)
13marAllan daginn15Íslandsmót iðn- og verkgreina 2025Eftir
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Greinarnar eru: bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn.
Sigur á Íslandsmótinu getur gefið möguleika á að keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Herning í Danmörku í september 2025.
Allar keppnisgreinarnar 19 sýna einnig og kynna sig fyrir gestum. Á Minni framtíð sýna að auki 18 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þær sýningargreinar sem um ræðir eru: hljóðtækni, kvikmyndatækni, ljósmyndun, matreiðsla, framreiðsla, bakstur, konditor, kjötiðn, blikksmíði, megatronics, rennismíði, vélvirkjun, blómaskreytingar, garð-og skógarplöntuframleiðsla, ræktun matjurta, jarðvirkjun, búfræði og sjúkraliðun.
24 framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt en von er á rúmlega 9000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn. Skólarnir eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands.
Hefð er fyrir því að menntastofnanir, samtök ungs fólks og fyrirtæki sem styðja við nám ungs fólks kynni starfsemi sína. Þær menntastofnanir, samtök og fyrirtæki sem hafa nú þegar skráð sig til leiks eru:
Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðnú, RAFMENNT, Sindri, RSÍ-ung, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Rannís kynnir Erasmus+ styrki og möguleika á námi erlendis og Fjölbrautskólinn í Breiðholti kynnir sérstaklega Fab Lab smiðjuna sem er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts en markmið Fab Lab er að efla tæknilæsi og nýsköpun í samfélaginu.
Þungamiðja viðburðarins er alltaf kynning á iðn- og verknámi á Íslandi en nú verður sérstök áhersla lögð á kynningu á STEAM-greinum sem eru vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Segja má að þessar greinar tengi sterkt saman iðn- og tækninám og bóklegar greinar. Þessi kynning verður í tengslum við kynningu á námi á Minni framtíð til grunnskólanema.
Nánar á namogstorf.is
Meðfylgjandi mynd tók Sigurjón Bragi Geirsson
Meira
13.03.2025 - 15.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
24marAllan daginnBCA verðlaunafhending í SvíþjóðEftir
Bartenders Choice Awards (BCA) hafa skipað sér stóran sess meðal barþjóna og veitingamanna síðustu ár. Tilnefningar fóru fram á barnum GilliGogg við Austurstræti 12A í Reykjavík, sunnudaginn, 12. janúar s.l.
Bartenders Choice Awards (BCA) hafa skipað sér stóran sess meðal barþjóna og veitingamanna síðustu ár.
Tilnefningar fóru fram á barnum GilliGogg við Austurstræti 12A í Reykjavík, sunnudaginn, 12. janúar s.l. Sjá nánar hér.
Verðlaunin verða veitt á hátíðarkvöldverði Bartenders’ Choice Awards þann 24. mars í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Meira
24.03.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
27marAllan daginn29Kokkur ársins 2025Eftir
Matreiðslukeppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins verða haldnar í IKEA 27. til 29. mars næstkomandi. Skráning er hafin á vef Klúbbs matreiðslumeistara og er skráningarfrestur til kl. 22:00 föstudaginn 21.
Matreiðslukeppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins verða haldnar í IKEA 27. til 29. mars næstkomandi.
Skráning er hafin á vef Klúbbs matreiðslumeistara og er skráningarfrestur til kl. 22:00 föstudaginn 21. mars.
Þátttaka er frí og eru allir matreiðslumenn hvattir til að taka þátt.
27.03.2025 - 29.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
30marAllan daginn31Heimsmeistarakeppni í kjötskurðiEftir
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31.
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31. mars.
Keppnirnar verða haldnar þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram og verður í einni af höllunum sem notaðar voru á Ólympíuleikunum.
Íslenska landslið kjötiðnaðarmanna keppir fyrir Íslands hönd.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í hverju liði eru 6 keppendur og á hvert lið að úrbeina 1/2 naut, 1/2 svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga og setja upp glæsilegt hlaðborð með öllum vörunum á 3 klst. 15 mín.
Dómarar mega spyrja alla meðlimi í landsliðinu spurningar á meðan keppnin stendur yfir, t.a.m. er auðvelt að elda vörurnar, hvaða eldunaraðferðir og eldunartímar eru fyrir vörurnar o.fl.
Það eru 15 lönd sem taka þátt á næsta ári, sem eru : Ástralía, Belgía, Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland (ríkjandi heimsmeistari), Bretland, Ísland, Írland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal, Rúmenía, Spánn og Bandaríkin.
Hráefnið sem að íslenska liðið notar í keppnina er að mestu leyti frá Frakklandi.
Meðlimir í landsliðinu eru:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní og fyrirliði.
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði.
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði.
Davíð Clausen Pétursson – Ferskar kjötvörur.
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Meira
30.03.2025 - 31.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
13aprAllan daginnTækifæri fyrir metnaðarfulla barþjónaEftir
English below! Elite Bartenders’ Course er aftur komið á dagskrá og gefur lengra komnum barþjónum einstakt tækifæri til að dýpka þekkingu sína og færni. Námskeiðið er skipulagt af International Bartenders Association (IBA).
English below!
Elite Bartenders’ Course er aftur komið á dagskrá og gefur lengra komnum barþjónum einstakt tækifæri til að dýpka þekkingu sína og færni.
Námskeiðið er skipulagt af International Bartenders Association (IBA). Námið er æðsta menntunarstig sem barþjónar geta fengið hjá samtökunum.
Næsta námskeið fer fram í Albufeira, Portúgal, dagana 13. – 24. apríl. Þar fá þátttakendur innsýn í ýmsa þætti sem einkenna barþjónustuna í fremstu röð, þar á meðal:
Vísindalega blöndunarfræði – ,,Molecular Mixology“
Bar rekstrarfræði
Kaffi notkun á bak við barinn
Vínfræði
Sjálfbærni á bak við barinn
Markaðsfræði á bak við barinn
Og margt fleira…
Að námskeiði loknu fá nemendur alþjóðlega viðurkennda diplómu ásamt hinu virtu Eagle Award merki (Arnar nælan).
Innifalið í námskeiðsgjöldum er gisting og mat á Auramar Beach Resort í Albufeira:
Meðlimir Barþjónaklúbbs Íslands: 1.500 evrur (+ flug)
Almennt verð: 3.000 evrur (+ flug)
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu IBA með því að smella hér.
Meðlimir Barþjónaklúbbs Íslands geta skráð sig með því að senda tölvupóst á [email protected].
Ekki meðlimur? Engar áhyggjur! Þú getur gengið í klúbbinn með því að smella hér.
Mynd: iba-world.com
Meira
13.04.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
13aprAllan daginn16Frá Hollywood til veitingahúsa: Wahlberg deilir reynslu sinni á RLCEftir
Hollywood leikarinn og frumkvöðullinn Mark Wahlberg hefur verið tilkynntur sem aðalræðumaður á Restaurant Leadership Conference 2025 (RLC), sem haldin verður 13.–16. apríl í Phoenix, Arizona. Wahlberg, sem er meðstofnandi veitingastaðakeðjunnar Wahlburgers
Hollywood leikarinn og frumkvöðullinn Mark Wahlberg hefur verið tilkynntur sem aðalræðumaður á Restaurant Leadership Conference 2025 (RLC), sem haldin verður 13.–16. apríl í Phoenix, Arizona.
Wahlberg, sem er meðstofnandi veitingastaðakeðjunnar Wahlburgers ásamt bræðrum sínum, Paul og Donnie, mun deila innsýn sinni í leiðtogahæfni, nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.
Hann mun ræða 13 ára ferðalag þeirra við að byggja upp Wahlburgers og fjalla um áskoranir og sigra sem fylgja því að reka fjölskyldurekinn veitingastað. Auk þess mun hann kynna nýjustu þróun hjá Wahlburgers, þar á meðal stækkun til Púertó Ríkó, ný samstarfsverkefni í Las Vegas og fyrstu staðsetningu þeirra í Oklahoma.
Mynd: wahlburgers.com
Meira
13.04.2025 - 16.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
22maiAllan daginn25Norðurlandaþing matreiðslumanna haldið í SvíþjóðEftir
Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) verður haldið 22. – 25. maí 2025 í bænum Rönnäng í Svíþjóð sem er um klukkustunda keyrsla norður af Gautaborg. Fréttayfirlit hér.
Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) verður haldið 22. – 25. maí 2025 í bænum Rönnäng í Svíþjóð sem er um klukkustunda keyrsla norður af Gautaborg.
22.05.2025 - 25.05.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
21júlAllan daginn23WineTech 2025: Nýjungar sem móta framtíð vínframleiðsluEftir
WineTech, stærsta viðskiptasýning víngeirans á suðurhveli jarðar, snýr aftur árið 2025 og verður haldin í Adelaide Convention Centre dagana 21.–23. júlí. Þessi þríæringur (haldin á þriggja ára fresti) býður birgjum
WineTech, stærsta viðskiptasýning víngeirans á suðurhveli jarðar, snýr aftur árið 2025 og verður haldin í Adelaide Convention Centre dagana 21.–23. júlí. Þessi þríæringur (haldin á þriggja ára fresti) býður birgjum tækifæri til að kynna nýjungar sem auka getu og samkeppnishæfni ástralskra vínframleiðenda.
Adelaide er höfuðborg Suður-Ástralíu og er staðsett á suðurströnd Ástralíu. Borgin er þekkt fyrir víngerðarsvæði sín í grenndinni, eins og Barossa Valley, McLaren Vale, og Adelaide Hills, sem eru meðal frægustu vínræktarsvæða landsins.
Nánar á: winetech.com.au
Meira
21.07.2025 - 23.07.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
Golfmót MATVÍS var haldið á Garðsvelli, Akranesi 20. júní s.l. Mótið tókst í alla staði mjög vel þó svo að menn hafi að venju verið milsjafnlega...
Trophée Ruinart vínþjónakeppnin fór fram síðustu helgi dagana 16-18 júní í Reims og París í Frakklandi. 35 vínþjónar tóku þátt í keppninni sem er talin ein...
Trophée Ruinart vínþjónakeppnin fór fram síðustu helgi dagana 16-18 júní í Reims og París í Frakklandi. 35 vínþjónar tóku þátt í keppninni sem er talin ein...
Barþjónaklúbburinn (BCI) hefur fengið senda gjöf frá Danilo Oriba tvöfaldur heimsmeistari í flair- barmennsku, Sem viðurkenning fyrir að stíga fyrstu skrefin til að útbreiða flair-barmennsku og...
Sett hefur verið upp síða hér á Freisting.is sem inniheldur tæp 30 myndbönd af hinum ýmsum atburðum t.a.m. Kokkalandsliðið, matreiðslumaður ársins, Food and Fun í Bandaríkjunum...
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Starfsfólk í veitingabransanum
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.