Vertu memm

Frétt

ÓX tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi – Nordic Prize

Birting:

þann

Óx restaurant

Georg Arnar Halldórsson, Hafsteinn Ólafsson og Þráinn Freyr Vigfússon eru matreiðslumenn ÓX

ÓX hefur verið tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi í Norrænu keppninni The Nordic Prize.

„Allir í skýjunum með þetta og ekki nema 8 mánuðir síðan að við opnuðum fyrir bókanir.“

Sagði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi ÓX í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um vibrögðin að heyra tíðindin.

Í maí á næsta ári verður tilkynnt við hátíðlega athöfn í Danmörku hvaða veitingahús hlýtur The Nordic Prize 2018 og þar með titilinn veitingahús ársins á Norðurlöndunum.

ÓX restaurant

ÓX tekur aðeins 11 manns í sæti. Gestir mæta stundvíslega eða klukkan 19:00 og kvöldverðurinn hefst 19:15 og tekur um tvo og hálfan tíma.

Eftirfarandi veitingahús eru tilnefnd:

Ox, (Ísland)
Maaemo (Noregur)
Grön (Finnland)
Frantzen (Svíþjóð)
Søllerød Kro (Danmörk)

Verðlaunin Nordic Prize voru fyrst afhent árið 2009 og var það danska veitingahúsið Noma og René Redzepi sem hlaut þann heiður.

Þeir veitingastaðir sem hafa fengið Nordic Prize verðlaunin eru:

2017: Sabi Omakase, Stavanger
2015: MAAEMO, Oslo
2014: KOKS, Torshavn
2013: Geranium, Rasmus Kofoed & Søren Ledet
2012: Maaemo, Esben Holmboe
2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
2009: noma, René Redzepi

Myndir: facebook / ÓX

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið