Frétt
ÓX tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi – Nordic Prize
ÓX hefur verið tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi í Norrænu keppninni The Nordic Prize.
„Allir í skýjunum með þetta og ekki nema 8 mánuðir síðan að við opnuðum fyrir bókanir.“
Sagði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi ÓX í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um vibrögðin að heyra tíðindin.
Í maí á næsta ári verður tilkynnt við hátíðlega athöfn í Danmörku hvaða veitingahús hlýtur The Nordic Prize 2018 og þar með titilinn veitingahús ársins á Norðurlöndunum.

ÓX tekur aðeins 11 manns í sæti. Gestir mæta stundvíslega eða klukkan 19:00 og kvöldverðurinn hefst 19:15 og tekur um tvo og hálfan tíma.
Eftirfarandi veitingahús eru tilnefnd:
Ox, (Ísland)
Maaemo (Noregur)
Grön (Finnland)
Frantzen (Svíþjóð)
Søllerød Kro (Danmörk)
Verðlaunin Nordic Prize voru fyrst afhent árið 2009 og var það danska veitingahúsið Noma og René Redzepi sem hlaut þann heiður.
Þeir veitingastaðir sem hafa fengið Nordic Prize verðlaunin eru:
2017: Sabi Omakase, Stavanger
2015: MAAEMO, Oslo
2014: KOKS, Torshavn
2013: Geranium, Rasmus Kofoed & Søren Ledet
2012: Maaemo, Esben Holmboe
2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
2009: noma, René Redzepi
Myndir: facebook / ÓX
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






