Vertu memm

Markaðurinn

Ótvíræður vilji neytenda

Birting:

þann

Icelandic lamb - Logo

Háværar kröfur neytenda

Nýlegar kannanir um neysluhegðun Íslendinga sýna að yfirgnæfandi meirihluti neytenda velja innlendar matvörur fram yfir erlendar gefist þess kostur. Á sama tíma óska neytendur í auknum mæli eftir skýrum upplýsingum um innihald og uppruna matvöru. Með fjölbreyttari  skilgreiningum á fæðuvali eykst þörf á ítarlegri upplýsingagjöf en erlendir framleiðendur hafa um árabil nýtt þessa þróun til virðisaukningar með notkun viðurkenndra uppruna- og sérstöðutilvísana á umbúðir.

Íslenskt lambakjöt - Medallions

Það er kominn tími til að framleiðendur íslenskra matvæla auki virði afurða sinna að erlendri fyrirmynd. Markaðstækifæri á  innanlandsmarkaði má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar Gallup fyrir Icelandic Lamb þar sem kaup og greiðsluvilji fyrir íslenskt lambakjöt merkt upprunatilvísunum eða „NON GMO“ vottun er 10-15% hærri en fyrir kjöt í ómerktum umbúðum.

Stýrist kaupvilji af reglugerðum?

Umbúðir íslensks lambakjöts endurspegla því miður ekki afmarkandi sérstöðu vörunar. Til dæmis má nefna að notkun erfðabreytts fóðurs er óheimil í sauðfjárrækt, sem er eina íslenska búgreinin með þá sérstöðu, en sífellt fleiri neytendur kjósa að sniðganga erfðabreytt matvæli. Bannið, sem sett var með reglugerð að frumkvæði bænda árið 2016 var m.a. ætlað að auka samkeppnishæfi íslenskra sauðfjárafurða.  Nú 5 árum síðar hefur enginn framleiðenda nýtt sér sérstöðu bannsins.

Icelandic lamb - Lambakjöt

Icelandic Lamb hefur lagt grunn að umsókn um alþjóðlega  „NON GMO“ vottun og framleiðendum boðin aðstoð við umsóknir um vottun.  Innihald reglugerða virðast ekki ná til eyrna neytenda, einungis 47% svarenda könnunar Icelandic Lamb telja íslenskt lambakjöt alltaf vera án erfðabreyttra innihaldsefna. Umbúðamerkingar og upplýsingar á matseðlum veitingahúsa eru skilvirkasta leiðin til þess að upplýsa neytendur um  sérstöðu vörunnar, hik er sama og tap í samskiptum okkar við neytendur

Aukinn áhugi á evrópskum upprunatilvísunum

Rekja má aukna þekkingu Íslendinga á evrópskum upprunatilvísunum til  vinsælda evrópskra matvæla sem merktar eru PDO, PGI eða TSG tilvísunum. Samkvæmt niðurstöðum Gallup kannast rúmlega 30% íslenskra neytenda við merkin og segjast svarendur að jafnaði reiðubúnir til að borga 10-15% hærra verð fyrir matvörur sem bera slíkar tilvísanir.

Parmaskinka

Þekktar evrópskar háendamatvörur og vín sem bera slíkar merkingar eru t.d. Parma Ham, Champagne og fjöldi þekktustu evrópsku ostanna.

Þekktar evrópskar háendamatvörur og vín sem bera slíkar merkingar eru t.d. Parma Ham, Champagne og fjöldi þekktustu evrópsku ostanna.  Íslenskt lambakjöt er verndað afurðarheiti en merkja má umbúðir þess með íslenskri upprunatilvísun. Skráningin er fordæmisgefandi, en íslenskt lambakjöt er fyrsta og eina matvaran sem hlotið hefur slíka vernd. Umsókn um evrópska upprunatilvísun PDO bíður nú afgreiðslu og aðrir framleiðendur íslenskra matvæla huga að sambærilegri upprunavernd á grundvelli markaðslegs gildis hennar.

Tækifærin blasa við

Öll virðiskeðja sauðfjárafurða, frá bændum til verslana og veitingamanna þarf að vera samstíga svo upplýsingagjöf til neytenda um virðisaukandi þætti skili árangri. Notkun viðurkenndra sérstöðutilvísana er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, íslenskar kjötafurðastöðvar hafa brugðist við kröfum neytenda og merkja vörur sínar með um 40 mismunandi staðhæfingum, staðhæfingum sem  flestar hafa afar takmarkaða skírskotun.

Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í fjórða sinn í dag

Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í fjórða sinn í fyrra

Engin þeirra er alþjóðlega viðurkennd, vottuð af þriðja aðila eða  fylgja stöðlum  líkt og þær merkingar sem hér hafa verið nefndar. Síðastliðin 4 ár hefur Icelandic Lamb boðið framleiðendum sauðfjárafurða þrjár uppruna- og sérstöðutilvísanir vörum sínum til virðisaukningar.  „NON GMO“ vottun frá árinu 2016, félagamerki Icelandic Lamb frá 2017 og íslenska upprunatilvísun um verndað afurðarheiti frá 2018.

Þrátt fyrir að kyrrstaða og hnignun í verðmyndun kalli að flestra mati á breyttar áherslur er enginn áðurnefndra tilvísana sýnileg á umbúðum lambakjöts innanlands. En fjölmargir veitingamenn hafa nýtt sér merki Icelandic Lamb og taka þátt í sameiginlegri markaðssetningu á íslensku lambakjöti. Tækifærin eru fyrirliggjandi, svörum kröfum neytenda með notkun sérstöðutilvísana allri virðiskeðjunni til hagsbóta.

Heimasíða: www.icelandiclamb.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið