Uncategorized
Óttast um framtíð ástralskra vína
Ástralar berjast nú við mestu þurrka í sögu ástralska ríkisins en auk þess sem þurrkarnir hafa mikil áhrif á hefðbundinn landbúnað í landinu eru þeir taldir ógna vínframleiðslu í landinu og því orðspori sem fer af áströlskum vínum.
Hagsmunasamtökin CSIRO segja vínframleiðendur í sumum vínræktarhéruðum landsins þegar vera farna að íhuga að nota aðrar tegundir vínberja í framleiðslu sína og að hætt sé við því að það dragi úr gæðum vínanna. Slíkt geti leitt til þess að neytendur snúi baki við áströlskum vörumerkjum sem tekið hafi áratugi að byggja upp markað fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Hærri hiti gerir það að verkum að vínberin þroskast fyrr á nokkrum svæðum og það verður til þess að nokkrar tegundir vínberja verða ómögulegar til víngerðar, segir Leanne Webb, sérfræðingur CSIRO.
Ástralskir vísindamenn segja allt benda til þess að meðalhiti í landinu haldi áfram að hækka og að árið 2030 verði hann 1,7 gráðum hærri en hann er nú. Segja sérfræðingar CSIRO að það gæti dregið úr vínframleiðslu ákveðinna héraða um 12 til 57%.
Greint frá á Mbl.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi