Uncategorized
Óttast um framtíð ástralskra vína
Ástralar berjast nú við mestu þurrka í sögu ástralska ríkisins en auk þess sem þurrkarnir hafa mikil áhrif á hefðbundinn landbúnað í landinu eru þeir taldir ógna vínframleiðslu í landinu og því orðspori sem fer af áströlskum vínum.
Hagsmunasamtökin CSIRO segja vínframleiðendur í sumum vínræktarhéruðum landsins þegar vera farna að íhuga að nota aðrar tegundir vínberja í framleiðslu sína og að hætt sé við því að það dragi úr gæðum vínanna. Slíkt geti leitt til þess að neytendur snúi baki við áströlskum vörumerkjum sem tekið hafi áratugi að byggja upp markað fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Hærri hiti gerir það að verkum að vínberin þroskast fyrr á nokkrum svæðum og það verður til þess að nokkrar tegundir vínberja verða ómögulegar til víngerðar, segir Leanne Webb, sérfræðingur CSIRO.
Ástralskir vísindamenn segja allt benda til þess að meðalhiti í landinu haldi áfram að hækka og að árið 2030 verði hann 1,7 gráðum hærri en hann er nú. Segja sérfræðingar CSIRO að það gæti dregið úr vínframleiðslu ákveðinna héraða um 12 til 57%.
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati