Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Osushi opnar á ný

Birting:

þann

Osushi opnar á ný

Hafnfirðingar geta nú aftur notið Osushi, en vinsæli sushi-staðurinn hefur opnað á nýjan leik í miðbænum. Osushi train, sem áður var starfrækt á Reykjavíkurvegi, hefur nú tekið sér nýjan sess á Fjarðargötu 19.

Staðurinn var opnaður formlega nú á dögunum í endurnýjuðu og glæsilegu rými. Gestir fengu að kynnast hinni fjölbreyttu sushi-lest sem ber fram réttina í sífelldri hringferð, og skapaði einstaka stemningu á opnunarkvöldinu þar sem húsið fylltist af ánægðum gestum.

Osushi opnar á ný

Osushi býður upp á fjölbreytt úrval sushi-rétta þar sem fersk hráefni og framsetning skipa lykilhlutverk. Með nýrri staðsetningu í hjarta bæjarins eykst aðgengi Hafnfirðinga og annarra sælkera að þessari einstöku matarupplifun.

Osushi opnar á ný

Myndir: facebook / Hafnarfjarðarbær

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið