Markaðurinn
Ostakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
Hversu hátíðlegt er að raða gómsætum íslenskum ostum upp í fallegan jólalegan krans? Í þennan krans eru notaðir þrír ostar ásamt fallegu skrauti, salami, kryddjurtum, berjum og hnetum. Það má aðlaga hann og breyta og nota sína uppáhalds osta.
Innihald
1 stk. Dala Camembert
1 stk. Ljótur
1 stk. Feykir
1 poki klettasalat
ferskt rósmarín
vínber
rifsber
salami, þunnt sneitt
möndlur
valhnetukjarnar
Aðferð
- Dreifið klettasalatinu í hring. Gott að miða við að hringurinn nái utan um öskjuna af Camembert ostinum.
- Skerið ofan af Ljóti, skerið í Camembert ostinn og skerið Feyki í fjölbreytta bita.
- Raðið ostunum ásamt salami, berjum og skrauti þannig að úr verði fallega skreyttur krans.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






