Markaðurinn
Ostakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
Hversu hátíðlegt er að raða gómsætum íslenskum ostum upp í fallegan jólalegan krans? Í þennan krans eru notaðir þrír ostar ásamt fallegu skrauti, salami, kryddjurtum, berjum og hnetum. Það má aðlaga hann og breyta og nota sína uppáhalds osta.
Innihald
1 stk. Dala Camembert
1 stk. Ljótur
1 stk. Feykir
1 poki klettasalat
ferskt rósmarín
vínber
rifsber
salami, þunnt sneitt
möndlur
valhnetukjarnar
Aðferð
- Dreifið klettasalatinu í hring. Gott að miða við að hringurinn nái utan um öskjuna af Camembert ostinum.
- Skerið ofan af Ljóti, skerið í Camembert ostinn og skerið Feyki í fjölbreytta bita.
- Raðið ostunum ásamt salami, berjum og skrauti þannig að úr verði fallega skreyttur krans.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






