Vertu memm

Markaðurinn

Ostakrans sem stelur senunni á jólaborðinu

Birting:

þann

Ostakrans sem stelur senunni á jólaborðinu

Hversu hátíðlegt er að raða gómsætum íslenskum ostum upp í fallegan jólalegan krans? Í þennan krans eru notaðir þrír ostar ásamt fallegu skrauti, salami, kryddjurtum, berjum og hnetum. Það má aðlaga hann og breyta og nota sína uppáhalds osta.

Innihald

1 stk. Dala Camembert
1 stk. Ljótur
1 stk. Feykir
1 poki klettasalat
ferskt rósmarín
vínber
rifsber
salami, þunnt sneitt
möndlur
valhnetukjarnar

Aðferð

  • Dreifið klettasalatinu í hring. Gott að miða við að hringurinn nái utan um öskjuna af Camembert ostinum.
  • Skerið ofan af Ljóti, skerið í Camembert ostinn og skerið Feyki í fjölbreytta bita.
  • Raðið ostunum ásamt salami, berjum og skrauti þannig að úr verði fallega skreyttur krans.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið