Markaðurinn
Ostakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
Hversu hátíðlegt er að raða gómsætum íslenskum ostum upp í fallegan jólalegan krans? Í þennan krans eru notaðir þrír ostar ásamt fallegu skrauti, salami, kryddjurtum, berjum og hnetum. Það má aðlaga hann og breyta og nota sína uppáhalds osta.
Innihald
1 stk. Dala Camembert
1 stk. Ljótur
1 stk. Feykir
1 poki klettasalat
ferskt rósmarín
vínber
rifsber
salami, þunnt sneitt
möndlur
valhnetukjarnar
Aðferð
- Dreifið klettasalatinu í hring. Gott að miða við að hringurinn nái utan um öskjuna af Camembert ostinum.
- Skerið ofan af Ljóti, skerið í Camembert ostinn og skerið Feyki í fjölbreytta bita.
- Raðið ostunum ásamt salami, berjum og skrauti þannig að úr verði fallega skreyttur krans.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt3 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi






