Vertu memm

Starfsmannavelta

Orri Páll dregur sig úr verkefninu á Laugavegi 12

Birting:

þann

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

„Ég þarf að tjá mig, eftir að seinni umræða metoo hófst komu örfáir karlmenn og báðust afsökunar opinberlega. Ég var að vonast til að bylgja með gerendum að biðjast afsökunar væri að raungerist.“

Svona hefst tilkynning hjá Orra Páli á instagram story hans, en Orri hefur verið að undirbúa að opna nýjan veitingastað Botanica við Laugaveg 12 í Reykjavík.

„En það hefur ekki gerst og miðað við óendanlega margar frásagnir þá þurfum við karlmenn að horfast í augu við það að við þurfum að líta í baksýnisspegilinn og átta okkur á hvar við fórum yfir mörkin og gera betur í framtíðinni. Ég veit að ég hef gert mistök oftar en einu sinni. Því vil ég fara fram og biðjast afsökunar, því ég vil vera partur af lausninni, ekki vandamálinu.

Ég hef ákveðið að draga mig úr verkefninu á Laugavegi 12 og vonast til að þeim muni ganga allt í haginn.“

segir Orri Páll að lokum.

Arnór Bohic er eigandi Botanica, en staðurinn verður opnaður í sumar.  Botanica mun sigla í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.

Sjá einnig:

Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum

Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið