Starfsmannavelta
Orri Páll dregur sig úr verkefninu á Laugavegi 12
„Ég þarf að tjá mig, eftir að seinni umræða metoo hófst komu örfáir karlmenn og báðust afsökunar opinberlega. Ég var að vonast til að bylgja með gerendum að biðjast afsökunar væri að raungerist.“
Svona hefst tilkynning hjá Orra Páli á instagram story hans, en Orri hefur verið að undirbúa að opna nýjan veitingastað Botanica við Laugaveg 12 í Reykjavík.
„En það hefur ekki gerst og miðað við óendanlega margar frásagnir þá þurfum við karlmenn að horfast í augu við það að við þurfum að líta í baksýnisspegilinn og átta okkur á hvar við fórum yfir mörkin og gera betur í framtíðinni. Ég veit að ég hef gert mistök oftar en einu sinni. Því vil ég fara fram og biðjast afsökunar, því ég vil vera partur af lausninni, ekki vandamálinu.
Ég hef ákveðið að draga mig úr verkefninu á Laugavegi 12 og vonast til að þeim muni ganga allt í haginn.“
segir Orri Páll að lokum.
Arnór Bohic er eigandi Botanica, en staðurinn verður opnaður í sumar. Botanica mun sigla í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.
Sjá einnig:
Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum
Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?